Ekkert svigrúm fyrir „vandræðagemsann“ Ingólfur Sigurðsson skrifar 30. janúar 2018 13:01 „Fótbolti er ekki fyrir konur, ekki frekar en fyrir homma, og hvað þá geðsjúklinga.“ – höf. óþekktur. Sástu fréttina í dag? Nei. Líklega ekki. Steven Caulker ætti þó að vera áhugamönnum um enska boltann að góðu kunnur. Hann braust ungur fram á sjónvarsviðið hjá Tottenham og skoraði í sínum fyrsta og eina landsleik fyrir England. Góð byrjun ferilsins gaf falskar vonir um hvað var í vændum því undanfarin ár hafa reynst mögur hjá varnarmanninn stæðilega. Hann yfirgaf QPR í desember eftir að hafa komið aðeins fjórum sinnum við sögu það sem af er vetrar. Nú er hann mættur til æfinga hjá Luton, sem leikur í D-deild, og viðbrögð stuðningsmanna félagsins eru flest á neikvæðum nótum. „Hvað er þessi vandræðagemsi að vilja til okkar?“ spyrja margir þeirra sig. Og hver ætli ástæðan sé fyrir þessum viðvörunarbjöllum stuðningsmanna? Jú, í júní í fyrra, opinberaði Caulker baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi í einlægu viðtali í The Guardian. Þar sagði hann jafnframt frá óhóflegri áfengisneyslu sinni og fjárhættuspilum fram eftir nóttu sem voru aðeins misheppnaðar tilraunir til að deyfa sársaukann innra með honum um stundarsakir. Enga útgönguleið var að finna nema taka eigið líf. Sem betur fer leitaði hann sér hjálpar áður en hann lét til skarar skríða. Ég þekki það af eigin raun að opinbera eigin glímu við andleg veikindi. Það eru að verða fjögur ár síðan ég kom fram með kvíðaröskun mína í viðtali við Morgunblaðið, en þá hafði ég gert þrjár tilraunir til þess að leika sem atvinnumaður í fótbolta, sem allar enduðu með því að ég sneri aftur til Íslands sökum veikinda. Frá þeim tíma hef ég haldið áfram að leika fótbolta í næstefstu deild á Íslandi. Það var meðvituð ákvörðun að færa mig niður um þrep – ég vildi fá aukið svigrúm til þess að takast á við sjálfan mig. Samhliða fótboltanum hef ég haldið marga tugi fyrirlestra um reynslu mína og geðheilbrigði almennt. Áhugann á slíkum erindum hef ég fengið alls staðar frá, ekki aðeins í fótboltaheiminum, heldur einnig í grunn- og menntaskólum og ýmsum stofnunum. Einn fyrirlesturinn vakti meiri athygli en aðrir. Það var sá sem ég hélt á vel heppnuðu málþingi um andlega líðan íþróttamanna á vegum HR, ÍSÍ og KSÍ árið 2015. Fyrirlestrinum var gerð góð skil í fjölmiðlum en hann má sjá í heild sinni á Vimeo. Í kjölfarið hvatti ég bæði ÍSÍ og KSÍ til þess að ræða þetta málefni frekar vegna þess að fordómar eða fáfræði á andlegum sjúkdómum á ekki að koma í veg fyrir að iðkendur geti stundað sína íþrótt. Ég bauðst meira að segja til þess að hjálpa með einhverju móti, ef þess væri óskað. Ég hef hvorki heyrt frá sérsamböndunum né orðið var við að þau hafi gert málefninu nokkur skil. Á sama tíma hef ég öðlast mikla reynslu af því hvernig það er að vera í fótbolta á Íslandi og hafa opinberað andleg veikindi. Það er meira en að segja það að gefa höggstað á sér í samfélagi íþrótta sem er því miður ekki samstiga öðrum stéttum samfélagsins. Allir íþróttamenn kannast við að vilja ekki sýna veikleikamerki. Við viljum bæta okkur, njóta trausts, vera valin í liðið, verða best, verða fyrirmyndir. Ég hjó strax eftir því að viðmótið breyttist eftir að ég sagði sögu mína. Það var settur ákveðinn fyrirvari við mig. Ég upplifði það dálítið eins og ég nyti ekki fulls trausts. Kannski hafði frásögnin hreyft við karllægum gildum fótboltans. Á maður ekki annars að fara allt á hnefunum? Ég hef skipt um lið á hverju ári síðan 2014 og notið leiðsagnar fjögurra þjálfara. Allir fóru þeir með sömu möntruna við mig um meint þekkingarleysi sitt á geðsjúkdómum. Þeir yrðu bara að viðurkenna að þeir þekktu einfaldlega ekki til geðsjúkdóma eins og kvíðaröskunar eða þunglyndis. Reyndar veit ég ekki hvað stóð í vegi þeirra að sækja sér þá vitneskju. Ef maður er fáfróður um slíkt er það ekki nema einu gúgli í burtu. Fáfræðin ein elur af sér fordóma og stundum gerist það án þess að maður átti sig sérstaklega á því.Í fyrrasumar var efsta fréttin á Vísi einn daginn um hvernig ég brást ókvæða við skiptingu í leik. Með fréttinni fylgdi myndband þar sem sést hvernig ég missti stjórn á skapi mínu og henti vatnsbrúsa í jörðina af öllu afli. Sama kvöld fékk ég skilaboð frá þjálfaranum um að uppákoman hafi verið svo alvarleg að ég skyldi ekki mæta aftur á æfingu nema hann segði annað. Í samtali við aðstoðarþjálfara liðsins kvað hann, alveg óbeðinn, upp dóm um hegðun mína sem hann sagði „varða svo við að vera alvarleg geðröskun“. Ég mætti aldrei aftur á æfingu hjá félaginu og stjórn knattspyrnudeildar kaus að verja ekki rétt samningsbundins leikmanns. Stjórnin vísaði mér af félagssvæðinu nokkrum vikum seinna að beiðni þjálfaranna þegar ég hafði mætt til að styðja við bakið á liðinu. Það var eflaust áhrifaþáttur í ákvörðun félagsins að sumarið áður hafði ég komist í fjölmiðla vegna viðskilnaðar míns við annað lið. Ég var tekinn á fund með stjórnarmanni þar sem mér var tjáð að ég mætti yfirgefa félagið vegna þess að ég hafi verið til vandræða í hópnum. Það rímaði ekki við upplifun mína og margir liðsfélagar mínir tóku undir það. Þegar ég fór fram á að málið yrði tekið upp innan hópsins með þjálfara liðsins var það ekki til umræðu. „Þú ert nú meiri helvítis geðsjúklingurinn,“ missti stjórnarmaður út úr sér við mig áður en hann bætti við. „Ég meinti það ekki þannig, sko ...“ Góður maður, sem þjálfar á Íslandi, sagði raunsær við mig eftir uppákomu síðasta sumars að þegar ég hafi opinberað andleg veikindi mín hafi ferli mínum á Íslandi þar með verið gott sem lokið. Veikleikamerkið væri of stórt. Sama hvað kæmi upp á, það yrði alltaf mitt hlutskipti að lúta í lægra haldi. Um mig yrði efast. Það væri ég sem þyrfti alltaf að synda á móti straumnum. Ég get ekki annað en gert orð hans að mínum eftir upplifanir mínar. Í viðtalinu við Caulker er greinilegt að jafnvel á einu af stærstu sviðum fótboltans, þar sem fjárhæðirnar sem flæða um gætu fætt heimsálfu í hungursneið, er ekkert svigrúm fyrir andleg veikindi. „Það sýndi enginn skilning á því sem ég var að glíma við. Fótboltinn er ekki í stakk búinn að takast á við andleg veikindi. Kannski er það að breytast en yfirleitt eru meðferðarúrræðin hvergi að finna.“ „Vandræðagemsinn“ Caulker hefur verið á flakki á milli liða frá því að veikindin knúðu dyra. Hann nær hvergi að finna stöðugleika, samastað þar sem honum er tekið eins og hann er. Þar sem unnið er með honum, ekki gegn honum. Þar sem hindrunum er rutt úr vegi fyrir lausnum. Og það er það sem fótboltinn þarf. Lausnir. Það á aldrei að vera háð geðslagi hvers þjálfara hvernig unnið er með iðkanda sem glímir við andleg veikindi. Þegar leikmaður tognar aftan í læri fer hann til sjúkraþjálfara. Stjórnarmaður með enga þekkingu á sjúkraþjálfun ákveður ekki hvað skuli gera. Ekkert frekar en þjálfarinn. Það er ekki verið að hanka menn til framtíðar á því að hafa meiðst. Viðkomandi nær sér góðum af meiðslunum og mætir síðan tvíefldur til baka. Það sama ætti að gilda um andleg veikindi. Andleg veikindi eru hluti af íþróttum, rétt eins og lífinu sjálfu, og það skal enginn þurfa að bera einhverja grímu til þess að passa inn í aldagamlan og stórbrenglaðan ramma um hvernig hinn fullkomni íþróttamaður skuli vera. Því fyrr sem sérsamböndin og félögin grípa til raunverulegra aðgerða, því fyrr munu fordómarnir sem ríkja í þessum málaflokki mást út úr íþróttahreyfingunni hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur missti stjórn á skapinu er honum var skipt útaf | Myndband Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Gróttu, neitaði að tala við þjálfara liðsins og var afar ósáttur eftir að hafa verið skipt útaf í 3-0 sigri Gróttu á Leikni F. í Inkasso-deildinni í gær. 16. júlí 2017 13:15 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
„Fótbolti er ekki fyrir konur, ekki frekar en fyrir homma, og hvað þá geðsjúklinga.“ – höf. óþekktur. Sástu fréttina í dag? Nei. Líklega ekki. Steven Caulker ætti þó að vera áhugamönnum um enska boltann að góðu kunnur. Hann braust ungur fram á sjónvarsviðið hjá Tottenham og skoraði í sínum fyrsta og eina landsleik fyrir England. Góð byrjun ferilsins gaf falskar vonir um hvað var í vændum því undanfarin ár hafa reynst mögur hjá varnarmanninn stæðilega. Hann yfirgaf QPR í desember eftir að hafa komið aðeins fjórum sinnum við sögu það sem af er vetrar. Nú er hann mættur til æfinga hjá Luton, sem leikur í D-deild, og viðbrögð stuðningsmanna félagsins eru flest á neikvæðum nótum. „Hvað er þessi vandræðagemsi að vilja til okkar?“ spyrja margir þeirra sig. Og hver ætli ástæðan sé fyrir þessum viðvörunarbjöllum stuðningsmanna? Jú, í júní í fyrra, opinberaði Caulker baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi í einlægu viðtali í The Guardian. Þar sagði hann jafnframt frá óhóflegri áfengisneyslu sinni og fjárhættuspilum fram eftir nóttu sem voru aðeins misheppnaðar tilraunir til að deyfa sársaukann innra með honum um stundarsakir. Enga útgönguleið var að finna nema taka eigið líf. Sem betur fer leitaði hann sér hjálpar áður en hann lét til skarar skríða. Ég þekki það af eigin raun að opinbera eigin glímu við andleg veikindi. Það eru að verða fjögur ár síðan ég kom fram með kvíðaröskun mína í viðtali við Morgunblaðið, en þá hafði ég gert þrjár tilraunir til þess að leika sem atvinnumaður í fótbolta, sem allar enduðu með því að ég sneri aftur til Íslands sökum veikinda. Frá þeim tíma hef ég haldið áfram að leika fótbolta í næstefstu deild á Íslandi. Það var meðvituð ákvörðun að færa mig niður um þrep – ég vildi fá aukið svigrúm til þess að takast á við sjálfan mig. Samhliða fótboltanum hef ég haldið marga tugi fyrirlestra um reynslu mína og geðheilbrigði almennt. Áhugann á slíkum erindum hef ég fengið alls staðar frá, ekki aðeins í fótboltaheiminum, heldur einnig í grunn- og menntaskólum og ýmsum stofnunum. Einn fyrirlesturinn vakti meiri athygli en aðrir. Það var sá sem ég hélt á vel heppnuðu málþingi um andlega líðan íþróttamanna á vegum HR, ÍSÍ og KSÍ árið 2015. Fyrirlestrinum var gerð góð skil í fjölmiðlum en hann má sjá í heild sinni á Vimeo. Í kjölfarið hvatti ég bæði ÍSÍ og KSÍ til þess að ræða þetta málefni frekar vegna þess að fordómar eða fáfræði á andlegum sjúkdómum á ekki að koma í veg fyrir að iðkendur geti stundað sína íþrótt. Ég bauðst meira að segja til þess að hjálpa með einhverju móti, ef þess væri óskað. Ég hef hvorki heyrt frá sérsamböndunum né orðið var við að þau hafi gert málefninu nokkur skil. Á sama tíma hef ég öðlast mikla reynslu af því hvernig það er að vera í fótbolta á Íslandi og hafa opinberað andleg veikindi. Það er meira en að segja það að gefa höggstað á sér í samfélagi íþrótta sem er því miður ekki samstiga öðrum stéttum samfélagsins. Allir íþróttamenn kannast við að vilja ekki sýna veikleikamerki. Við viljum bæta okkur, njóta trausts, vera valin í liðið, verða best, verða fyrirmyndir. Ég hjó strax eftir því að viðmótið breyttist eftir að ég sagði sögu mína. Það var settur ákveðinn fyrirvari við mig. Ég upplifði það dálítið eins og ég nyti ekki fulls trausts. Kannski hafði frásögnin hreyft við karllægum gildum fótboltans. Á maður ekki annars að fara allt á hnefunum? Ég hef skipt um lið á hverju ári síðan 2014 og notið leiðsagnar fjögurra þjálfara. Allir fóru þeir með sömu möntruna við mig um meint þekkingarleysi sitt á geðsjúkdómum. Þeir yrðu bara að viðurkenna að þeir þekktu einfaldlega ekki til geðsjúkdóma eins og kvíðaröskunar eða þunglyndis. Reyndar veit ég ekki hvað stóð í vegi þeirra að sækja sér þá vitneskju. Ef maður er fáfróður um slíkt er það ekki nema einu gúgli í burtu. Fáfræðin ein elur af sér fordóma og stundum gerist það án þess að maður átti sig sérstaklega á því.Í fyrrasumar var efsta fréttin á Vísi einn daginn um hvernig ég brást ókvæða við skiptingu í leik. Með fréttinni fylgdi myndband þar sem sést hvernig ég missti stjórn á skapi mínu og henti vatnsbrúsa í jörðina af öllu afli. Sama kvöld fékk ég skilaboð frá þjálfaranum um að uppákoman hafi verið svo alvarleg að ég skyldi ekki mæta aftur á æfingu nema hann segði annað. Í samtali við aðstoðarþjálfara liðsins kvað hann, alveg óbeðinn, upp dóm um hegðun mína sem hann sagði „varða svo við að vera alvarleg geðröskun“. Ég mætti aldrei aftur á æfingu hjá félaginu og stjórn knattspyrnudeildar kaus að verja ekki rétt samningsbundins leikmanns. Stjórnin vísaði mér af félagssvæðinu nokkrum vikum seinna að beiðni þjálfaranna þegar ég hafði mætt til að styðja við bakið á liðinu. Það var eflaust áhrifaþáttur í ákvörðun félagsins að sumarið áður hafði ég komist í fjölmiðla vegna viðskilnaðar míns við annað lið. Ég var tekinn á fund með stjórnarmanni þar sem mér var tjáð að ég mætti yfirgefa félagið vegna þess að ég hafi verið til vandræða í hópnum. Það rímaði ekki við upplifun mína og margir liðsfélagar mínir tóku undir það. Þegar ég fór fram á að málið yrði tekið upp innan hópsins með þjálfara liðsins var það ekki til umræðu. „Þú ert nú meiri helvítis geðsjúklingurinn,“ missti stjórnarmaður út úr sér við mig áður en hann bætti við. „Ég meinti það ekki þannig, sko ...“ Góður maður, sem þjálfar á Íslandi, sagði raunsær við mig eftir uppákomu síðasta sumars að þegar ég hafi opinberað andleg veikindi mín hafi ferli mínum á Íslandi þar með verið gott sem lokið. Veikleikamerkið væri of stórt. Sama hvað kæmi upp á, það yrði alltaf mitt hlutskipti að lúta í lægra haldi. Um mig yrði efast. Það væri ég sem þyrfti alltaf að synda á móti straumnum. Ég get ekki annað en gert orð hans að mínum eftir upplifanir mínar. Í viðtalinu við Caulker er greinilegt að jafnvel á einu af stærstu sviðum fótboltans, þar sem fjárhæðirnar sem flæða um gætu fætt heimsálfu í hungursneið, er ekkert svigrúm fyrir andleg veikindi. „Það sýndi enginn skilning á því sem ég var að glíma við. Fótboltinn er ekki í stakk búinn að takast á við andleg veikindi. Kannski er það að breytast en yfirleitt eru meðferðarúrræðin hvergi að finna.“ „Vandræðagemsinn“ Caulker hefur verið á flakki á milli liða frá því að veikindin knúðu dyra. Hann nær hvergi að finna stöðugleika, samastað þar sem honum er tekið eins og hann er. Þar sem unnið er með honum, ekki gegn honum. Þar sem hindrunum er rutt úr vegi fyrir lausnum. Og það er það sem fótboltinn þarf. Lausnir. Það á aldrei að vera háð geðslagi hvers þjálfara hvernig unnið er með iðkanda sem glímir við andleg veikindi. Þegar leikmaður tognar aftan í læri fer hann til sjúkraþjálfara. Stjórnarmaður með enga þekkingu á sjúkraþjálfun ákveður ekki hvað skuli gera. Ekkert frekar en þjálfarinn. Það er ekki verið að hanka menn til framtíðar á því að hafa meiðst. Viðkomandi nær sér góðum af meiðslunum og mætir síðan tvíefldur til baka. Það sama ætti að gilda um andleg veikindi. Andleg veikindi eru hluti af íþróttum, rétt eins og lífinu sjálfu, og það skal enginn þurfa að bera einhverja grímu til þess að passa inn í aldagamlan og stórbrenglaðan ramma um hvernig hinn fullkomni íþróttamaður skuli vera. Því fyrr sem sérsamböndin og félögin grípa til raunverulegra aðgerða, því fyrr munu fordómarnir sem ríkja í þessum málaflokki mást út úr íþróttahreyfingunni hér á landi.
Ingólfur missti stjórn á skapinu er honum var skipt útaf | Myndband Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Gróttu, neitaði að tala við þjálfara liðsins og var afar ósáttur eftir að hafa verið skipt útaf í 3-0 sigri Gróttu á Leikni F. í Inkasso-deildinni í gær. 16. júlí 2017 13:15
Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun