Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 10:52 Um 117 milljónir manna sem búa á átaka- og hörmungarsvæðum skortir aðgengi að öruggu vatni. UNICEF Um fjórðungur barna í heiminum búa í stríðshrjáðum löndum eða löndum þar sem aðrar hörmungar geisa. Um fimmtíu milljónir barna hafa þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum sökum ofbeldis, fátæktar eða náttúruhamfara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir árið 2018. Í tilkynningu frá UNICEF kemur fram að átök sem hafi varað í fleiri ár, líkt og í Lýðveldinu Kongó, Írak, Nígeríu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen, haldi áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi. Fyrir þau börn sem búi á þessum átakasvæðum sé daglegt líf algjör martröð.Ekki hægt að bíða eftir stríðslokum „Vaxandi ofbeldi og átök hafa stóraukið þörfina á mannúðaraðstoð. Neyðaráætlun UNICEF gerir ráð fyrir að ná til 48 milljón barna í 51 landi árið 2018 - barna sem búa við neyð vegna stíðsátaka, afleiðinga náttúruhamfara og annarra hörmunga,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Manuel Fontaine, yfirmanni neyðaráætlunar UNICEF, að ekki sé hægt að láta börn bíða þar til stríðsátökunum ljúki, á meðan átök halda áfram að ógna lífi þeirra og hafa hörmuleg áhrif á framtíð barna og ungmenna. Börn séu hvað viðkvæmust þegar átök eða hamfarir valdi því að grunnþjónusta samfélaga hrynji, svo sem heilbrigðisþjónusta, vatns- og hreinlætisaðstaða. Um 117 milljónir manna sem búa á átaka- og hörmungarsvæðum skortir aðgengi að öruggu vatni. „Í mörgum löndum þar sem stríð og átök geisa deyja fleiri börn úr sjúkdómum sem orsakast af óhreinu vatni og slæmri hreinlætisaðstöðu en vegna ofbeldis,“ segir Fontaine. Hann bendir jafnframt á að ef alþjóðasamfélagið bregst ekki strax við til að hjálpa þessum börnum, á meðan átökin geisa, þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum. Nánar má lesa um neyðaráætlunina á vef UNICEF á Íslandi. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Um fjórðungur barna í heiminum búa í stríðshrjáðum löndum eða löndum þar sem aðrar hörmungar geisa. Um fimmtíu milljónir barna hafa þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum sökum ofbeldis, fátæktar eða náttúruhamfara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir árið 2018. Í tilkynningu frá UNICEF kemur fram að átök sem hafi varað í fleiri ár, líkt og í Lýðveldinu Kongó, Írak, Nígeríu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen, haldi áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi. Fyrir þau börn sem búi á þessum átakasvæðum sé daglegt líf algjör martröð.Ekki hægt að bíða eftir stríðslokum „Vaxandi ofbeldi og átök hafa stóraukið þörfina á mannúðaraðstoð. Neyðaráætlun UNICEF gerir ráð fyrir að ná til 48 milljón barna í 51 landi árið 2018 - barna sem búa við neyð vegna stíðsátaka, afleiðinga náttúruhamfara og annarra hörmunga,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Manuel Fontaine, yfirmanni neyðaráætlunar UNICEF, að ekki sé hægt að láta börn bíða þar til stríðsátökunum ljúki, á meðan átök halda áfram að ógna lífi þeirra og hafa hörmuleg áhrif á framtíð barna og ungmenna. Börn séu hvað viðkvæmust þegar átök eða hamfarir valdi því að grunnþjónusta samfélaga hrynji, svo sem heilbrigðisþjónusta, vatns- og hreinlætisaðstaða. Um 117 milljónir manna sem búa á átaka- og hörmungarsvæðum skortir aðgengi að öruggu vatni. „Í mörgum löndum þar sem stríð og átök geisa deyja fleiri börn úr sjúkdómum sem orsakast af óhreinu vatni og slæmri hreinlætisaðstöðu en vegna ofbeldis,“ segir Fontaine. Hann bendir jafnframt á að ef alþjóðasamfélagið bregst ekki strax við til að hjálpa þessum börnum, á meðan átökin geisa, þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum. Nánar má lesa um neyðaráætlunina á vef UNICEF á Íslandi.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent