Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 08:50 Bruce McArthur starfaði sem landslagsarkitekt. Facebook Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto. Þrír af þeim fimm sem hann er ákærður fyrir að hafa myrt, voru reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni. Samfélag hinsegin fólks hafði á síðustu mánuðum vakið athygli á að fjöldi manna sem sóttu hverfið hafi horfið sporlaust. Lögregla í Toronto greindi frá ákærunni á hendur McArthur vegna morðanna á þeim Majeed Kayhan, Soroush Marmudi og Dean Lisowick í gær. Fyrr í mánuðinum hafði hann verið ákærður vegna morðanna á þeim Andrew Kinsman og Selim Esen. Hinn 44 ára Esen hvarf í apríl síðastliðinn og hinn 49 ára Kinsman í júní. Kayhan, 58 ára, hvarf árið 2012, en allir voru þeir tíðir gestir á skemmtistöðum samkynhneigðra í Toronto.Selim Esen, Andrew Kinsman, Soroush Marmudi, Majeed Kayhan og Dean Lisowick.Lögregla í TorontoÁttu í ástarsambandi Fjölskylda hins fimmtuga Marmudi tilkynnti um hvarf hans árið 2015. Aldrei var sérstaklega tilkynnt um hvarf hins 47 ára Lisowick, en hann hafðist við í skýli fyrir heimilislausa og telur lögregla að hann hafi verið ráðinn bani milli maí 2016 og júlí 2017. Lögregla segir að þeir Kinsman og Mr McArthur hafi átt í ástarsambandi, en hefur ekki greint frá tengslum hins grunaða við hina sem myrtir voru. Lögregla segir að sundurlimuð lík þriggja manna hafi fundist í stórum blómakerjum á lóð McArthur. Í frétt BBC kemur fram að óljóst sé hvort að líkamsleifarnar séu af þeim sem þegar hafa verið nafngreindir af lögreglu. Á annan tug blómakerja á lóð McArthur hafa verið gerð upptæk af lögreglu, en nú stendur umfangsmikil leit þar yfir. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto. Þrír af þeim fimm sem hann er ákærður fyrir að hafa myrt, voru reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni. Samfélag hinsegin fólks hafði á síðustu mánuðum vakið athygli á að fjöldi manna sem sóttu hverfið hafi horfið sporlaust. Lögregla í Toronto greindi frá ákærunni á hendur McArthur vegna morðanna á þeim Majeed Kayhan, Soroush Marmudi og Dean Lisowick í gær. Fyrr í mánuðinum hafði hann verið ákærður vegna morðanna á þeim Andrew Kinsman og Selim Esen. Hinn 44 ára Esen hvarf í apríl síðastliðinn og hinn 49 ára Kinsman í júní. Kayhan, 58 ára, hvarf árið 2012, en allir voru þeir tíðir gestir á skemmtistöðum samkynhneigðra í Toronto.Selim Esen, Andrew Kinsman, Soroush Marmudi, Majeed Kayhan og Dean Lisowick.Lögregla í TorontoÁttu í ástarsambandi Fjölskylda hins fimmtuga Marmudi tilkynnti um hvarf hans árið 2015. Aldrei var sérstaklega tilkynnt um hvarf hins 47 ára Lisowick, en hann hafðist við í skýli fyrir heimilislausa og telur lögregla að hann hafi verið ráðinn bani milli maí 2016 og júlí 2017. Lögregla segir að þeir Kinsman og Mr McArthur hafi átt í ástarsambandi, en hefur ekki greint frá tengslum hins grunaða við hina sem myrtir voru. Lögregla segir að sundurlimuð lík þriggja manna hafi fundist í stórum blómakerjum á lóð McArthur. Í frétt BBC kemur fram að óljóst sé hvort að líkamsleifarnar séu af þeim sem þegar hafa verið nafngreindir af lögreglu. Á annan tug blómakerja á lóð McArthur hafa verið gerð upptæk af lögreglu, en nú stendur umfangsmikil leit þar yfir.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent