Lífið

„Vilt þú ekki bara drulla þér aftur heim hryðjuverkamaðurinn þinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erfitt að komast inn í landið.
Erfitt að komast inn í landið.
Þriðji þátturinn af Steypustöðinni er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en þættirnir hafa fengið góðar viðtökur.

Í síðasta þætti vakti skemmtilegt atriði með Steinda og Sveppa sérstaka athygli en í því leikur Steindi strangan tollvörð sem tekur ekkert sérstaklega vel á móti Íslendingi sem var að lenda á Keflavíkurflugvelli frá London.

Aðilinn þarf að svara allskyns spurningum um land og þjóð, til þess eins að komast inn í landið. Hlutir sem nauðsynlegt er að vita til að komast inn í landið eru til að mynda:



-          Hverir eru söngvararnir í Stjórninni?

-          Hvaða plata kom út á eftir Ísbjarnarblús með Bubba?

-          Hvaða karakter Ladda sagði „Guuuuuuððð“

-          Með hvaða liði spilaði Hemmi Gunn?


Tengdar fréttir

Fjallagarpur sem býr til innlenda sjónvarpsþætti

Eva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Eva mun eyða afmælisdeginum í vinnu en ætlar að hitta vinkonur og fjölskyldu um kvöldið og eiga góða stund. Stefnir á að ganga á tíu hæstu tinda landsins og er þegar byrjuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.