Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 13:31 Virði Bitcoin hefur hríðfallið að undanförnu eftir að hafa verið í hæstu hæðum fyrir nokkrum vikum. Vísir/Getty Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjölmarga kjarnorkuvísindamenn sem störfuðu við háleynilega kjarnorkuvopnaframleiðslustöð í Rússlandi. Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. BBC greinir frá. Talað er um að „grafa upp“ Bitcoin og aðrar rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Eru vísindamennirnir meðal annars grunaðir um að hafa notað öflugust ofurtölvu Rússlands til verksins. Upp komst hins vegar um Bitcoin-gröftinn þegar vísindamennirnir tengdu ofurtölvuna við internetið. Vegna öryggisráðstafana á tölvan aldrei að vera tengd internetinu og urðu öryggisverðir því varir við tilraunir vísindamannanna. Var lögreglu gert viðvart og voru mennirnir handteknir. Eftir miklar verðhækkanir á síðasta ári hefur áhugi á Bitcoin aukist mikið. Var greint frá því á síðasta ári að um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Telja má líklegt að vísindamennirnir hafi ætlað sér að hagnast á þessum miklu verðhækkunum en virði Bitcoin margfaldaðist á síðasta ári. Eftir að náð hápunkti í desember þegar eitt Bitcoin var virði 20 þúsund dollara, um tveggja milljóna króna, hefur orðið töluverð verðlækkun á mörkuðum. Í dag er eitt Bitcoin metið á um átta þúsund dollara, um átta hundruð þúsund króna. Rafmyntir Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjölmarga kjarnorkuvísindamenn sem störfuðu við háleynilega kjarnorkuvopnaframleiðslustöð í Rússlandi. Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. BBC greinir frá. Talað er um að „grafa upp“ Bitcoin og aðrar rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Eru vísindamennirnir meðal annars grunaðir um að hafa notað öflugust ofurtölvu Rússlands til verksins. Upp komst hins vegar um Bitcoin-gröftinn þegar vísindamennirnir tengdu ofurtölvuna við internetið. Vegna öryggisráðstafana á tölvan aldrei að vera tengd internetinu og urðu öryggisverðir því varir við tilraunir vísindamannanna. Var lögreglu gert viðvart og voru mennirnir handteknir. Eftir miklar verðhækkanir á síðasta ári hefur áhugi á Bitcoin aukist mikið. Var greint frá því á síðasta ári að um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Telja má líklegt að vísindamennirnir hafi ætlað sér að hagnast á þessum miklu verðhækkunum en virði Bitcoin margfaldaðist á síðasta ári. Eftir að náð hápunkti í desember þegar eitt Bitcoin var virði 20 þúsund dollara, um tveggja milljóna króna, hefur orðið töluverð verðlækkun á mörkuðum. Í dag er eitt Bitcoin metið á um átta þúsund dollara, um átta hundruð þúsund króna.
Rafmyntir Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57