„Er ég einn um að hafa ekki frið fyrir „vináttuboðum“ frá dularfullum erlendum þokkadísum (sem ég sé að sumir FB-vinir hafa fallið fyrir?),“ spyr Jón Viðar einmitt á Facebook.
Jón Viðar grunar að þarna sé maðkur í mysunni; þá að það sé ekki hans þokki á samskiptamiðlinum sem veldur þessari ásókn.
„Mér er skapi næst að senda þeim fyrirspurn og segja eins og Íslendingur nokkur gerði við áþekkar aðstæður í Kaupmannahöfn fyrir margt löngu: „Er De en Melle?““
Ýmsir leggja orð í belg á síðu Jóns Viðars og ljóst að margir kannast við þessa ásókn. Þó ekki konur, eða þær sem skráðar eru til leiks á Facebook sem slíkar. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri er ein þeirra. En, það þýðir ekki að hún sé afskipt.
„Engar þokkadísir – en fjallmyndarlegir ungir menn,“ segir Þórhildur og bætir við: „Just a gigalo var sungið í „den““.