„Íslenska“ liðið sem vann Ólympíugull fyrir næstum því hundrað árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 11:30 Winnipeg Fálkarnir. Heimasíða IIHF. Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu. Ólympíuleikar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu.
Ólympíuleikar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti