Lindsey Vonn brotnaði niður og grét á fyrsta blaðamannafundi sínum í PyeongChang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 10:30 Lindsey Vonn á fundinum. Vísir/Getty Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira