Erlent

Aftur lokar alríkið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rand Paul og félagar stilltu sér upp fyrir myndavélarnar í einu fundarhléinu.
Rand Paul og félagar stilltu sér upp fyrir myndavélarnar í einu fundarhléinu. Vísir/Getty
Bandarískum alríkisstofnunum hefur aftur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Þetta er í annað sinn á um tveimur vikum sem ríkisstarfsmönnum hefur verið gert að halda sig heima. Þingmenn höfðu gert sér vonir um að þeim tækist að sammælast um nýja fjármálaáætlun fyrir miðnætti að staðartíma, klukkan 5:00 að íslenskum, en það tókst ekki.

Er öldungadeildarþingmanninum Rand Paul ekki síst kennt um þar sem hann krafðist þess að þingið tæki breytingartillögur hans til umræðu. Urðu umræðurnar til þess að fresturinn rann út án þess að tækist að greiða atkvæði um greiðsluheimildir ríkisins.

Fyrirliggjandi tillögur kveða á um auka megi ríkisútgjöld um 300 milljarða bandaríkjadala, 30 þúsund milljarða íslenskra króna, sem frjálshyggjumaðurinn Paul gat ekki sætt sig við.

Síðast þegar alríkið lokaði varði lokunin í þrjá daga. Ómögulegt er að segja hvað þessi lokun mun standa lengi en áhrif hennar mun hafa mismikil áhrif á ríkisstofnanir Bandaríkjanna.

Bæði fulltrúadeild sem og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja greiðsluheimildirnar. Neðri deildin tekur þær hins vegar ekki atkvæðagreiðslu fyrr en öldungadeildin hefur lokið sér af.

Pizzusending til öldungadeildarþingmanna. Það eru greinilega ekki bara íslenskir stjórnmálamenn sem fá sér pizzur við samningaborðið.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Enn allt í hnút vestanhafs

Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag.

Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar

Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×