Innlent

Fær ekki bætur vegna banaslyss

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Konan fór fram á tæplega níu milljónir í bætur.
Konan fór fram á tæplega níu milljónir í bætur. VÍSIR/GVA
Ekkja manns, sem lést við affermingu lyftara af palli vörubíls 2014, fær ekki bætur úr slysatryggingu ökumanns. Hún fór fram á tæplega níu milljónir í bætur vegna missis framfæranda vegna slyssins.

Engin vitni voru að slysinu heldur fannst maðurinn slasaður við hlið bifreiðarinnar. Hann lést af sárum sínum. Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri sannað að maðurinn hefði slasast við stjórn bifreiðarinnar og ekki heldur að slysið hafi hlotist af eiginleikum eða búnaði hennar. Slíkt er áskilið til að fá bætur úr slysatryggingunni. Var tryggingafélagið því sýknað.

Hæstiréttur staðfesti dóminn. Konan naut gjafsóknar, 1,2 milljónir, sem greiðist úr ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×