Stórkostlegt gáleysi FH-ingsins staðfest af Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 15:48 Harjit Delay, til vinstri, féll um þrjá metra á Þórsvellinum árið 2014. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15