Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum að neðan, en þar verður farið yfir „hvernig öflugt almenningssamgöngukerfi tvinnast uppbyggingu borgarumhverfis,“ líkt og segir í kynningartexta.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar fundinn og síðan taka sérfræðingar í samgöngumálum við og segja frá þeirri vinnu sem unnin hefur verið og framundan er:
- Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, segir frá þeim valkostum sem skoðaðir hafa verið m.a. með ráðgjafafyrirtækinu COWI um staðsetningu Borgarlínu
- Björn Axelsson skipulagsstjóri fer yfir þau uppbyggingaráform sem tengjast Borgarlínunni og hvernig þau verða möguleg með öflugu samgöngukerfi.