Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 12:19 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.) lýsa samkomulaginu sem vísi að þverpólitískri samstöðu sem hefur verið af skornum skammti á Bandaríkjaþingi síðustu árin. Vísir/AFP Útgöld ríkissjóðs Bandaríkjanna aukast um 500 milljarða dollar næstu tvö árin samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar repúblikana og demókrata hafa náð á Bandaríkjaþingi. Harðlínumenn úr röðum repúblikana finna samkomulaginu hins vegar flest til foráttu. Frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á miðnætti. Bandaríkjaþing hefur undanfarna mánuði ítrekað samþykkt bráðabirgðaráðstafanir til að halda rekstri þeirra gangandi eftir að þingheimi tókst ekki að ná samstöðu um fjárlög áður en síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Samkomulagið sem leiðtogar flokkanna tveggja hafa náð myndi binda enda á skammtímalausnir af því tagi í bili. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að fallast á skammtímafrumvarp til að reyna að knýja á um lausn fyrir innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra og lýkur henni í byrjun mars. Um nokkurn viðsnúning er að ræða af hálfu repúblikana sem hafa varið síðasta áratugnum í að tala fyrir ráðdeild í ríkisrekstri. Frumvarpið nú myndi auka enn á fjárlagahalla ríkissjóðs Bandaríkjanna.„Nei, fjandinn hafi það“ Kveðið er á um stóraukin framlög til hermála sem Trump og repúblikanar hafa sóst eftir. Samkomulagið felur hins vegar einnig í sér aukin útgjöld til ýmissa málaflokka heima fyrir sem demókratar hafa krafist. Washington Post segir að samkomulagið njóti stuðnings Trump. Búist er við því að öldungadeildin greiði fyrst atkvæði um frumvarp þessa efnis síðdegis eða snemmkveldis. Fulltrúadeildin hefði þá aðeins örfáar klukkustundir til að afgreiða frumvarpið áður en fresturinn rennur út á miðnætti. Meirihluti er talinn fyrir frumvarpinu í öldungadeildinni en málið vandast þegar kemur að fulltrúadeildinni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þar eru fyrir á fleti harðlínumenn innan raða repúblikana sem eru andsnúnir auknum ríkisútgjöldum og vaxandi fjárlagahalla ríkisins. Repúblikanar hafa þegar bætt við fjárlagahallann með umfangsmiklum skattabreytingum sem þeir samþykktu í desember. Frumvarpið nú myndi auka enn á hallann og lýsa sumir repúblikanar því sem „skrímsli“. „Ég kýs ekki bara nei, ég kýs nei, fjandinn hafi það,“ segir Mo Brooks, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og félagi í svonefndum Frelsisþingflokki. Það er hópur um þrjátíu þingmanna í fulltrúadeildinni sem hefur gjarnan reynst forystu flokksins erfiður ljár í þúfu undanfarin ár.Pelosi las upp sögur innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í maraþonræðu á Bandaríkjaþingi í gær.Vísir/AFPFrjálslyndir demókratar einnig með böggum hildar Það eru þó ekki aðeins repúblikanar í fulltrúadeildinni sem eru ósáttir við samkomulagið. Sumir frjálslyndir demókratar hafa einnig lýst óánægju sinni með að forysta þeirra hafi fallið frá því að gera lausn fyrir skjólstæðinga DACA að skilyrði fyrir samþykkt fjárlaga. Þannig setti Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni líklega met, þegar hún hélt átta klukkustunda langa ræðu um innflytjendamál í þingsal í gær. Þar hét hún því að fella fjárlagafrumvarp sem fæli ekki í sér vernd fyrir skjólstæðinga DACA. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, féllst á að samþykkja bráðabirgðafjárlög í síðasta mánuði eftir þriggja daga lokun alríkisstofnana gegn loforði frá Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, um að hann myndi láta greiða atkvæði um frumvarp um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga. Bandaríkin Tengdar fréttir Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Útgöld ríkissjóðs Bandaríkjanna aukast um 500 milljarða dollar næstu tvö árin samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar repúblikana og demókrata hafa náð á Bandaríkjaþingi. Harðlínumenn úr röðum repúblikana finna samkomulaginu hins vegar flest til foráttu. Frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á miðnætti. Bandaríkjaþing hefur undanfarna mánuði ítrekað samþykkt bráðabirgðaráðstafanir til að halda rekstri þeirra gangandi eftir að þingheimi tókst ekki að ná samstöðu um fjárlög áður en síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Samkomulagið sem leiðtogar flokkanna tveggja hafa náð myndi binda enda á skammtímalausnir af því tagi í bili. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að fallast á skammtímafrumvarp til að reyna að knýja á um lausn fyrir innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra og lýkur henni í byrjun mars. Um nokkurn viðsnúning er að ræða af hálfu repúblikana sem hafa varið síðasta áratugnum í að tala fyrir ráðdeild í ríkisrekstri. Frumvarpið nú myndi auka enn á fjárlagahalla ríkissjóðs Bandaríkjanna.„Nei, fjandinn hafi það“ Kveðið er á um stóraukin framlög til hermála sem Trump og repúblikanar hafa sóst eftir. Samkomulagið felur hins vegar einnig í sér aukin útgjöld til ýmissa málaflokka heima fyrir sem demókratar hafa krafist. Washington Post segir að samkomulagið njóti stuðnings Trump. Búist er við því að öldungadeildin greiði fyrst atkvæði um frumvarp þessa efnis síðdegis eða snemmkveldis. Fulltrúadeildin hefði þá aðeins örfáar klukkustundir til að afgreiða frumvarpið áður en fresturinn rennur út á miðnætti. Meirihluti er talinn fyrir frumvarpinu í öldungadeildinni en málið vandast þegar kemur að fulltrúadeildinni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þar eru fyrir á fleti harðlínumenn innan raða repúblikana sem eru andsnúnir auknum ríkisútgjöldum og vaxandi fjárlagahalla ríkisins. Repúblikanar hafa þegar bætt við fjárlagahallann með umfangsmiklum skattabreytingum sem þeir samþykktu í desember. Frumvarpið nú myndi auka enn á hallann og lýsa sumir repúblikanar því sem „skrímsli“. „Ég kýs ekki bara nei, ég kýs nei, fjandinn hafi það,“ segir Mo Brooks, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og félagi í svonefndum Frelsisþingflokki. Það er hópur um þrjátíu þingmanna í fulltrúadeildinni sem hefur gjarnan reynst forystu flokksins erfiður ljár í þúfu undanfarin ár.Pelosi las upp sögur innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í maraþonræðu á Bandaríkjaþingi í gær.Vísir/AFPFrjálslyndir demókratar einnig með böggum hildar Það eru þó ekki aðeins repúblikanar í fulltrúadeildinni sem eru ósáttir við samkomulagið. Sumir frjálslyndir demókratar hafa einnig lýst óánægju sinni með að forysta þeirra hafi fallið frá því að gera lausn fyrir skjólstæðinga DACA að skilyrði fyrir samþykkt fjárlaga. Þannig setti Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni líklega met, þegar hún hélt átta klukkustunda langa ræðu um innflytjendamál í þingsal í gær. Þar hét hún því að fella fjárlagafrumvarp sem fæli ekki í sér vernd fyrir skjólstæðinga DACA. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, féllst á að samþykkja bráðabirgðafjárlög í síðasta mánuði eftir þriggja daga lokun alríkisstofnana gegn loforði frá Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, um að hann myndi láta greiða atkvæði um frumvarp um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36
Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29