Eflum öfluga baráttu Benedikt Traustason og Helga Lind Mar skrifar 8. febrúar 2018 10:04 Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun