Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. febrúar 2018 06:30 Horst Seehofer, leiðtogi CSU, Angela Merkel, leiðtogi CDU, og Martin Schulz, leiðtogi SPD, á góðri stund. Vísir/AFP Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent