Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 11:45 Gínan sem situr við stýri Tesla Roadster-bílsins hefur hlotið nafnið Stjörnumaðurinn eftir lagi Davids Bowie. Vísir/AFP Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan. Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan.
Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45