Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:25 Reinhard Marx, kardínáli. vísir/getty Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“ Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“
Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent