Eitt af því sem hefur breyst mikið á síðustu árum er að drónar eru nú mun algengari en þeir voru áður. Þetta þýðir að það er komin ný „ógn“ úr lofti á Ólympíusvæðinu.
Skipuleggendur leikanna hafa fundið svar við því þeir ætla meðal annars að nota sérstaka dróna til að passa upp á þessa dróna.
Lögreglu-drónarnir munu mynda net og koma þar með í veg fyrir að óæskilegir drónar komist inn á svæðið. Þyrlur verða líka notaðar en svæðið verður enn öruggara með hjálp eftirlitsdrónanna.
Drónalausa svæðið mun ná vel út fyrir sjálft Ólympíusvæðið og því mun aðvífandi drónar vera stöðvaðir löngu áður en þeir komast inn á sjálft svæðið.
Menn óttast meðal annars um að slíkir drónar séu ekki aðeins að „njósna“ um það sem fer fram heldur gætu hryðjuverkamenn einnig notað þá til að koma sprengjum inn á svæðið.
South Korea has drone-catching drones and signal-jamming drone guns for the 2018 Winter Olympics, per @RyanYoung44https://t.co/z06sYOPnhSpic.twitter.com/fftdS466dU
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2018
60 þúsund manna æfing fór fram á dögunum þar sem 50 þúsund hermenn og tíu þúsund sérsveitarmenn brugðust við því að hryðjuverkamenn voru að nota dróna til að sprengja upp rútu með íþróttafólki innanborðs. Menn eru því undirbúnir fyir allt mögulegt enda lifum við á miklum hryðjuverkatímum.
Setningarathöfn Ólympíuleikanna fer fram á föstudaginn kemur en hún hefst klukkan ellefu að íslenskum tíma.