Innlent

Fjöldahjálparstöð opnuð á Kjalarnesi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarsveit við lokun á Mosfellsheiði á dögunum
Björgunarsveit við lokun á Mosfellsheiði á dögunum Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi en mjög hvasst hefur verið á suðvesturhorni landsins með hríð og skafrenningi. Á ellefta tímanum fyrr í kvöld lokaði Vegagerðin öllum leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Vegurinn var svo aftur opnaður skömmu fyrir klukkan 4 í nótt.

Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri Innanlandssviðs hjá Rauða krossi Íslands, sagði að um 30 manns dveldu nú í fjöldahjálparstöðinni og að þar yrði fólkið þar til veður gengur niður.

Að minnsta kosti fimm ökumenn óku fram hjá lokunum björgunarsveita á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í kvöld en ekki hafa fengist upplýsingar hvort þeir ökumenn hafi lent í vandræðum.

Jón sagði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að enn væri mjög hvasst en farið fari að blotna og hríðarkófið því ekki eins mikið.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að úrkomusvæði með dálitlum hlýindum ganga yfir landið í nótt og með morgninum. Hlánar um tíma, einkum á láglendi en kólnar aftur í hvassri SV-átt með éljum S- og V-til með morgninum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×