Má ekkert lengur!? Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun