Má ekkert lengur!? Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar