Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 16:14 Bandaríkjaþing á enn ærið verk fyrir höndum ef samkomulag á að nást um framlengingu á bráðabirgðafjárlögum áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. Vísir/AFP Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til þess að semja um áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á fimmtudag. Repúblikanar í neðri deild þingsins vinna nú að frumvarpi um enn eina bráðabirgðaráðstöfunina til þess að rekstur stofnana stöðvist ekki aftur eins og gerðist í janúar. Síðasta fjárlagaár Bandaríkjastjórnar rann út í lok september. Þingmönnum tókst hins vegar ekki að samþykkja ný fjárlög vegna ágreinings um útgjöld til hernaðarmála annars vegar og innanríkismála hins vegar. Síðan þá hafa bráðabirgðafrumvörp verið samþykkt reglulega til þess að halda alríkisstjórninni gangandi. Stofnanir lokuðu að hluta til í þrjá daga í síðasta mánuði þegar demókratar gerðu það að skilyrði fyrir að styðja frumvarp um tímabundna framlengingu fjárframlega að samið yrði um lausn fyrir innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina svonefndu sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Leggja til framlengingu til 23. mars Þá náðist samkomulag á milli repúblikana og demókrata en ráðstöfnunin sem var samþykkt þá rennur út á fimmtudag. Ekkert hefur þokast í viðræðum flokkanna um stöðu skjólstæðinga DACA eða innflytjendamál almennt.Reuters-fréttastofan segir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings séu tilbúnir með frumvarp sem framlengir útgjöld til alríkisstofnana til 23. mars. Það felur einnig í sér að fjárveitingar til herðanarmála verði tryggð út árið og til heilsugæslustöðva í tvö ár. Meirihluti repúblikana í öldungadeildinni er hins vegar mjórri en í fulltrúadeildinni. Því er talið líklegt að gera þurfi málamiðlanir um efni frumvarpsins áður en það getur mögulega orðið að lögum áður en fresturinn rennur út. Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til þess að semja um áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á fimmtudag. Repúblikanar í neðri deild þingsins vinna nú að frumvarpi um enn eina bráðabirgðaráðstöfunina til þess að rekstur stofnana stöðvist ekki aftur eins og gerðist í janúar. Síðasta fjárlagaár Bandaríkjastjórnar rann út í lok september. Þingmönnum tókst hins vegar ekki að samþykkja ný fjárlög vegna ágreinings um útgjöld til hernaðarmála annars vegar og innanríkismála hins vegar. Síðan þá hafa bráðabirgðafrumvörp verið samþykkt reglulega til þess að halda alríkisstjórninni gangandi. Stofnanir lokuðu að hluta til í þrjá daga í síðasta mánuði þegar demókratar gerðu það að skilyrði fyrir að styðja frumvarp um tímabundna framlengingu fjárframlega að samið yrði um lausn fyrir innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina svonefndu sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Leggja til framlengingu til 23. mars Þá náðist samkomulag á milli repúblikana og demókrata en ráðstöfnunin sem var samþykkt þá rennur út á fimmtudag. Ekkert hefur þokast í viðræðum flokkanna um stöðu skjólstæðinga DACA eða innflytjendamál almennt.Reuters-fréttastofan segir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings séu tilbúnir með frumvarp sem framlengir útgjöld til alríkisstofnana til 23. mars. Það felur einnig í sér að fjárveitingar til herðanarmála verði tryggð út árið og til heilsugæslustöðva í tvö ár. Meirihluti repúblikana í öldungadeildinni er hins vegar mjórri en í fulltrúadeildinni. Því er talið líklegt að gera þurfi málamiðlanir um efni frumvarpsins áður en það getur mögulega orðið að lögum áður en fresturinn rennur út.
Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47