Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 16:14 Bandaríkjaþing á enn ærið verk fyrir höndum ef samkomulag á að nást um framlengingu á bráðabirgðafjárlögum áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. Vísir/AFP Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til þess að semja um áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á fimmtudag. Repúblikanar í neðri deild þingsins vinna nú að frumvarpi um enn eina bráðabirgðaráðstöfunina til þess að rekstur stofnana stöðvist ekki aftur eins og gerðist í janúar. Síðasta fjárlagaár Bandaríkjastjórnar rann út í lok september. Þingmönnum tókst hins vegar ekki að samþykkja ný fjárlög vegna ágreinings um útgjöld til hernaðarmála annars vegar og innanríkismála hins vegar. Síðan þá hafa bráðabirgðafrumvörp verið samþykkt reglulega til þess að halda alríkisstjórninni gangandi. Stofnanir lokuðu að hluta til í þrjá daga í síðasta mánuði þegar demókratar gerðu það að skilyrði fyrir að styðja frumvarp um tímabundna framlengingu fjárframlega að samið yrði um lausn fyrir innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina svonefndu sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Leggja til framlengingu til 23. mars Þá náðist samkomulag á milli repúblikana og demókrata en ráðstöfnunin sem var samþykkt þá rennur út á fimmtudag. Ekkert hefur þokast í viðræðum flokkanna um stöðu skjólstæðinga DACA eða innflytjendamál almennt.Reuters-fréttastofan segir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings séu tilbúnir með frumvarp sem framlengir útgjöld til alríkisstofnana til 23. mars. Það felur einnig í sér að fjárveitingar til herðanarmála verði tryggð út árið og til heilsugæslustöðva í tvö ár. Meirihluti repúblikana í öldungadeildinni er hins vegar mjórri en í fulltrúadeildinni. Því er talið líklegt að gera þurfi málamiðlanir um efni frumvarpsins áður en það getur mögulega orðið að lögum áður en fresturinn rennur út. Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Sjá meira
Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til þess að semja um áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á fimmtudag. Repúblikanar í neðri deild þingsins vinna nú að frumvarpi um enn eina bráðabirgðaráðstöfunina til þess að rekstur stofnana stöðvist ekki aftur eins og gerðist í janúar. Síðasta fjárlagaár Bandaríkjastjórnar rann út í lok september. Þingmönnum tókst hins vegar ekki að samþykkja ný fjárlög vegna ágreinings um útgjöld til hernaðarmála annars vegar og innanríkismála hins vegar. Síðan þá hafa bráðabirgðafrumvörp verið samþykkt reglulega til þess að halda alríkisstjórninni gangandi. Stofnanir lokuðu að hluta til í þrjá daga í síðasta mánuði þegar demókratar gerðu það að skilyrði fyrir að styðja frumvarp um tímabundna framlengingu fjárframlega að samið yrði um lausn fyrir innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina svonefndu sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Leggja til framlengingu til 23. mars Þá náðist samkomulag á milli repúblikana og demókrata en ráðstöfnunin sem var samþykkt þá rennur út á fimmtudag. Ekkert hefur þokast í viðræðum flokkanna um stöðu skjólstæðinga DACA eða innflytjendamál almennt.Reuters-fréttastofan segir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings séu tilbúnir með frumvarp sem framlengir útgjöld til alríkisstofnana til 23. mars. Það felur einnig í sér að fjárveitingar til herðanarmála verði tryggð út árið og til heilsugæslustöðva í tvö ár. Meirihluti repúblikana í öldungadeildinni er hins vegar mjórri en í fulltrúadeildinni. Því er talið líklegt að gera þurfi málamiðlanir um efni frumvarpsins áður en það getur mögulega orðið að lögum áður en fresturinn rennur út.
Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Aðeins þarf undirsskrift Bandaríkjaforseta til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti hafist aftur. Þingið samþykkti bráðabirgðalausn um fjármögnun þess í kvöld. 22. janúar 2018 23:42
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47