Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 15:00 Óson í heiðhvolfinu ver yfirborð jarðar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Alþjóðlegt samkomulag var gert á 9. áratugnum til þess að snúa við eyðingu þess af völdum manna. Vísir/Getty Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur. Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur.
Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent