Gera hlé á Landsréttarmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Sigríður Andersen á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna Landsréttarmálsins. Vísir/Eyþór Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13