Telja að FBI og ráðuneytið hafi horn í síðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 10:04 Höfuðstöðvar FBI í J. Edgar Hoover-byggingunni í Washington-borg. Yfirmenn stofnunarinnar hafa legið undir nær stanslausri gagnrýni Trump frá því að Rússarannsóknin komst á almannavitorð. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00