Innlent

Rafmagnslaust í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Upp úr klukkan sjö í morgun var hluti svæðisins kominn með rafmagn á ný en enn er hluti Kópavogs rafmagnslaus.
Upp úr klukkan sjö í morgun var hluti svæðisins kominn með rafmagn á ný en enn er hluti Kópavogs rafmagnslaus. vísir/vilhelm
Rafmagnslaust varð í hluta Kópavogs, Blesugróf og nágrenni laust fyrir klukkan fjögur í nótt vegna háspennubilunar.

Upp úr klukkan sjö í morgun var hluti svæðisins kominn með rafmagn á ný en enn er hluti Kópavogs rafmagnslaus. Unnið er að viðgerð og vonast til að rafmagn verði komið á innan stundar að því er segir á vefsíðu Veitna.

Fólki er bent á að slökkva þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×