Innlent

Hellisheiði og Þrengsli opin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Akstursskilyrðin á Hellisheiði eru ágæt.
Akstursskilyrðin á Hellisheiði eru ágæt. VÍSIR/VILHELM
Þrátt fyrir að nokkuð hált sé á veginum um Þrengsli er vegurinn engu að síður opinn, rétt eins og vegurinn yfir Hellisheiði. Báðum vegum var lokað í gærkvöldi vegna versnandi veðurs á Suðvesturlandi. Vegurinn yfir Mosfellsheiði er þó ófær sem og Krýsuvíkurvegur. Aðrar helstu umferðaræðar til höfuðborgarinnar eru opnar.

Sjá einnig: Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni

Ökumenn á suðvesthurhorninu mega gera ráð fyrir einhverjum töfum í umferðinni í dag sökum töluverðs éljagangs og suðvestanáttar. Það mun þó draga talsvert úr vindi og stytta víða upp í dag. 

Það snýst hins vegar í vaxandi suðaustanátt undir kvöld, vindhraðinn verður á bilinu 13 til 20 m/s og fer að snjóa við suðvesturströndina seint í kvöld og hlánar þar. Það kólnar þó aftur á morgun. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðaustan 15-20 m/s og snjókoma, slydda eða rigning, en snýst í hægari suðvestanátt með éljum með morgninum og léttir til á N- og A-landi síðdegis. Hiti 0 til 5 stig S- og V-lands í fyrstu, en frost annars 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:

Suðvestan 8-15 og él, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 10 stig, minnst með S- og A-ströndinni.

Á föstudag:

Suðvestlæg átt og dálítil él, einkum vestantil, en snýst í vaxandi austanátt S-lands um kvöldið. Frost um land allt.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir allhvassa norðaustlæga átt með úrkomu í flestum landshlutum. Víða vægt frost. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×