Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Hanna Ólafsdóttir er annar umsjónarmanna Hjálparsímans 1717. Hanna segir að alls komi um 90 manns að Hjálparsímanum og hann sé opinn allan sólarhringinn og gjaldfrjálst að hringja, allan ársins hring. Fréttablaðið/Eyþór Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira