Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 13:20 Vísir/Getty Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“ Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira