Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 13:20 Vísir/Getty Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira