Innlent

Stytta biðina með kolmunnaveiðum

Gissur Sigurðsson skrifar
Lítið er um loðnuveiðar þessi dægrin.
Lítið er um loðnuveiðar þessi dægrin. VÍSIR/HARI
Fimm íslensk fjölveiðiskip, sem öllu jafnan hefðu verið á loðnuveiðum á þessum tíma árs, eru nú að kolmunnaveiðum við Færeyjar.

Ástæðan er sú hversu litlu var bætt við kvótann að loknum rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Upphafskvótinn var liðlega 200 þúsund tonn, sem skiptist á milli íslenskra, norskra og færeyskra skipa, en hann var aðeins aukinn um 80 þúsund tonn, eða upp í 285 þúsund tonn.

Útgerðir fjölveiðiskipanna ætla því að geyma sér það sem eftir er af kvóta skipanna þar til að hrognafylling hefur náð hámarki og hægt verður að hefja hrognafrystingu, sem gefur af sér mesta verðmætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×