Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Alls hafa átta kærur borist á hendur starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur sem lögregla hóf rannsókn á nú í janúar. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. Við fjöllum líka um mikinn húsnæðisvanda flóttamanna en dæmi eru um að fólk ílengist í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa fengið stöðu flóttamanns með þeirri vernd sem því fylgir.

Þá fjöllum við um hörmulegt lestarslys í Suður-Karólínu í morgun þar sem tveir eru látnir og að minnsta kosti sjötíu slasaðir.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um mikinn kostnað við rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli en fjögurra manna fjölskylda í Reykjavík þarf að borga andvirði eins flugmiða til að komast til og frá vellinum með rútu miðað við verðskrá.

Þá fjöllum við um viðræður Vestmannaeyjabæjar og samgönguráðherra um að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×