Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:00 Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug. Vísir/Getty Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21