Brady valinn bestur í þriðja skiptið: Sagan ekki hliðholl fyrir Superbowl Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. febrúar 2018 10:15 Brady getur náð sjötta meistaratitlinum í kvöld. Vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann í nótt yfirburðarsigur í kosningunni um besta leikmann NFL-deildarinnar á tímabilinu sem lýkur í kvöld en hann fékk um 80% atkvæðanna og var því valinn bestur í þriðja skiptið á ferlinum. Brady leiddi lið sitt í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Ofurskálina (e. Superbowl) þar sem þeir mæta Philadelphia Eagles í nótt en þar fær Brady tækifæri til þess að verða fyrsti leikmaðurinn í sögunni með sex meistarahringa. Var hann einnig valinn í úrvalslið (e. All-Pro) en hann kláraði 385 af 581 sendingum sínum í vetur fyrir 4577 jördum og 32 snertimörkum og kastaði boltanum átta sinnum frá sér en enginn leikstjórnandi kastaði fyrir fleiri jördum á þessu tímabili. Er þetta í þriðja sinn á ferlinum(2007, 2010) sem hinn fertugi Brady er kosinn besti leikmaður deildarinnar en hann varð um leið elsti leikmaðurinn í sögu NFL sem vinnur þessi verðlaun.Gurley var mikið í því að skilja menn eftir í reyknum í vetur.Vísir/gettyHafa aðeins Brady og Barry Bonds, hafnaboltakappi, fengið þessa útnefningu í Bandaríkjunum, eftir að hafa fagnað 40 ára afmæli sínu. Það hefur þó engum leikmanni sem hefur verið valinn sá besti tekist að stýra liðinu til sigurs í Ofurskálinni frá árinu 1999 þegar Kurt Warner og St. Louis Rams unnu 23-16 sigur gegn Tennesee Titans. Hefur það gerst í þrígang á undanförnum fjórum árum að besti leikmaður deildarinnar tekur þátt í úrslitaleiknum (Peyton Manning 2013, Cam Newton 2015, Matt Ryan 2016) en allir hafa þeir þurft að horfa á eftir Lombardi bikarnum. Á sama tíma voru önnur verðlaun tilkynnt, Los Angeles Rams unnu þrefalt þar sem Aaron Donald var valinn besti varnarmaður deildarinnar og hinn 32 árs gamli þjálfari liðsins, Sean McVay var valinn besti þjálfarinn eftir fyrsta tímabil sitt í NFL-deildinni. Þá vann hlaupari Rams, Todd Gurley, verðlaunin sem besti sóknarleikmaður deildarinnar en Gurley varð í öðru sæti í valinu yfir bestu leikmenn deildarinnar.Watt sem lítur út eins og fjall er hjartahlýr maður sem gefur sér nægan tíma í góðgerðarstarfsemi.vísir/gettyDýrlingarnir frá New Orleans voru verðlaunaðir fyrir bestu nýliðana á báðum endum vallarins en hlauparinn Alvin Kamara var valinn bestur í sóknarleiknum og bakvörðurinn Marshon Lattimore bestur í vörn. Áttu þeir báðir frábær tímabil þar sem þeir voru lykilleikmenn í liði New Orleans Saints sem var hársbreidd frá úrslitaleiknum í Þjóðardeildinni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum ársins. Þá var J.J. Watt heiðraður fyrir störf sín í þágu almennings með Walter Payton verðlaununum. Watt safnaði um 37 milljónum dollara á aðeins 19 dögum til aðstoðar við uppbyggingu í Houston eftir flóðin þar síðastliðið sumar eftir að hafa upphaflega stefnt að því að safna 200.000 dollurum. Að lokum voru Bobby Beathard, Robert Brazile, Brian Dawkins, Jerry Kramer, Brian Urlacher, Ray Lewis, Randy Moss og Terrell Owens teknir inn í heiðurshöll NFL-deildarinnar í nótt fyrir framlög sín innan sem utan vallar (e. Hall of Fame). NFL Tengdar fréttir Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, SuperBowl, fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. 4. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann í nótt yfirburðarsigur í kosningunni um besta leikmann NFL-deildarinnar á tímabilinu sem lýkur í kvöld en hann fékk um 80% atkvæðanna og var því valinn bestur í þriðja skiptið á ferlinum. Brady leiddi lið sitt í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Ofurskálina (e. Superbowl) þar sem þeir mæta Philadelphia Eagles í nótt en þar fær Brady tækifæri til þess að verða fyrsti leikmaðurinn í sögunni með sex meistarahringa. Var hann einnig valinn í úrvalslið (e. All-Pro) en hann kláraði 385 af 581 sendingum sínum í vetur fyrir 4577 jördum og 32 snertimörkum og kastaði boltanum átta sinnum frá sér en enginn leikstjórnandi kastaði fyrir fleiri jördum á þessu tímabili. Er þetta í þriðja sinn á ferlinum(2007, 2010) sem hinn fertugi Brady er kosinn besti leikmaður deildarinnar en hann varð um leið elsti leikmaðurinn í sögu NFL sem vinnur þessi verðlaun.Gurley var mikið í því að skilja menn eftir í reyknum í vetur.Vísir/gettyHafa aðeins Brady og Barry Bonds, hafnaboltakappi, fengið þessa útnefningu í Bandaríkjunum, eftir að hafa fagnað 40 ára afmæli sínu. Það hefur þó engum leikmanni sem hefur verið valinn sá besti tekist að stýra liðinu til sigurs í Ofurskálinni frá árinu 1999 þegar Kurt Warner og St. Louis Rams unnu 23-16 sigur gegn Tennesee Titans. Hefur það gerst í þrígang á undanförnum fjórum árum að besti leikmaður deildarinnar tekur þátt í úrslitaleiknum (Peyton Manning 2013, Cam Newton 2015, Matt Ryan 2016) en allir hafa þeir þurft að horfa á eftir Lombardi bikarnum. Á sama tíma voru önnur verðlaun tilkynnt, Los Angeles Rams unnu þrefalt þar sem Aaron Donald var valinn besti varnarmaður deildarinnar og hinn 32 árs gamli þjálfari liðsins, Sean McVay var valinn besti þjálfarinn eftir fyrsta tímabil sitt í NFL-deildinni. Þá vann hlaupari Rams, Todd Gurley, verðlaunin sem besti sóknarleikmaður deildarinnar en Gurley varð í öðru sæti í valinu yfir bestu leikmenn deildarinnar.Watt sem lítur út eins og fjall er hjartahlýr maður sem gefur sér nægan tíma í góðgerðarstarfsemi.vísir/gettyDýrlingarnir frá New Orleans voru verðlaunaðir fyrir bestu nýliðana á báðum endum vallarins en hlauparinn Alvin Kamara var valinn bestur í sóknarleiknum og bakvörðurinn Marshon Lattimore bestur í vörn. Áttu þeir báðir frábær tímabil þar sem þeir voru lykilleikmenn í liði New Orleans Saints sem var hársbreidd frá úrslitaleiknum í Þjóðardeildinni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum ársins. Þá var J.J. Watt heiðraður fyrir störf sín í þágu almennings með Walter Payton verðlaununum. Watt safnaði um 37 milljónum dollara á aðeins 19 dögum til aðstoðar við uppbyggingu í Houston eftir flóðin þar síðastliðið sumar eftir að hafa upphaflega stefnt að því að safna 200.000 dollurum. Að lokum voru Bobby Beathard, Robert Brazile, Brian Dawkins, Jerry Kramer, Brian Urlacher, Ray Lewis, Randy Moss og Terrell Owens teknir inn í heiðurshöll NFL-deildarinnar í nótt fyrir framlög sín innan sem utan vallar (e. Hall of Fame).
NFL Tengdar fréttir Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, SuperBowl, fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. 4. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, SuperBowl, fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. 4. febrúar 2018 08:00