Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Ungur maður sem er fórnarlamb ætlaðra kynferðisbrota starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur segir í viðtali að réttarvörslukerfið hafi brugðist sér. Við ræðum við unga manninn í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Við fjöllum líka um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda en þrjátíu og fimm slíkar greiningar hafa verið gerðar á undanförnum þremur árum að beiðni Útlendingastofnunar.

Þá fjöllum við um skotárásina í Macerata á Ítalíu en sex innflytjendur af afrískum uppruna særðust þegar maður hóf skotárás úr bíl á ferð í bænum.

Við ræðum jafnframt við fræðslu- og verkefnisstjóra hjá Alzheimersamtökunum sem segir að íslensk stjórnvöld hafi enga stefnu í málefnum heilabilaðra.

Loks lítum við í heimsókn á líflegu heimili í Hafnarfirði þar sem sex manna fjölskylda býr ásamt sjö Husky hundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×