Innlent

Einsetja sér að afnema stjórnsýsluhindranir á vinnumarkaði

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Svíar gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og þá einnig í Stjórnsýsluhindranaráðinu.
Svíar gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og þá einnig í Stjórnsýsluhindranaráðinu. Vísir/Getty
Stjórnsýsluhindranaráð hefur einsett sér að afnema hindranir sem torvelda frjálsa hreyfingu innan Norðurlandanna, til að mynda á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Eva Tarselius Hallgren tók nýverið við formennsku í ráðinu en starfsumboð ráðsins var víkkað út á dögunum.

Stjórnsýsluhindranaráðið er pólitískt skipuð nefnd samnorræna stjórnvöld hafa falið að greiða fyrir frjálsri för einstaklinga og fyrirtækja á Norðurlöndum. Stjórnsýsluhindranaráðið hóf störf árið 2014.

Ráðið hélt sinn fyrsta fund á árinu dagana 1. og 2. febrúar í Malmö þar sem ráðið kom sér saman um starfið framundan. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Ráðið hyggst vinna áfram að því að afnema hindranir sem eru stjórnsýslulegs eðlis en markmiðið er að búið verði að leysa eins margar hindranir og unnt er á fyrri helmingi ársins. 

Norrænu samstarfsráðherrarnir ákváðu að víkka út starfsumboð Stjórnsýsluhindranaráðsins fyrir árið 2018. Fulltrúar landanna í ráðinu fá meðal annars aukið svigrúm til að kalla á fund sinn ráðherra og aðra aðila sem geta stuðlað að lausn stjórnsýsluhindrana.

Svíar gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og þá einnig í Stjórnsýsluhindranaráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×