Innlent

Varað við ferðalögum á norðvestanverðu landinu í nótt

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sérstaklega er varað við því að vera á ferð á norðanverðu Snæfellsnesi frá miðnætti til um klukkan fjögur í nótt.
Sérstaklega er varað við því að vera á ferð á norðanverðu Snæfellsnesi frá miðnætti til um klukkan fjögur í nótt. Vísir/GVA
Vegagerðin ráðleggur fólki frá ferðalögum, sérstaklega um norðvestanvert landið í nótt, á meðan verst lætur veður.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að með hlýindum í nótt geri hvassa sunnan- og suðvestanátt um tíma, sérstaklega um norðvestanvert landið. Meðalvinur slær í 30 metra á sekúndu og hviður staðbundið í 50 metra á sekúndu. Fólki er eindregið ráðlagt frá ferðalögum á meðan verst lætur. 

Sérstaklega er varað við því að vera á ferð á norðanverðu Snæfellsnesi frá miðnætti til um klukkan fjögur. Þá er varað við veðrinu á Vestfjörðum og þá einkum við Djúpið en þar slær sviptivindum niður á milli klukkan eitt og fimm. Í Dölum, á Ströndum og í Húnavatnssýslu um svipað leyti.

Í Skagafirði vestanverðum, um Fljót, á Siglufjarðarvegi og ekki síst út með Eyjafirði að vestanverðu verður versta veðrið milli klukkan fjögur og átta í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×