Hópur íslenskra karlmanna beinir spjótum sínum að konum af erlendum uppruna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 07:00 Jelena Ćirić segir að Íslendingar þurfi að byrja að hlusta á konur af erlendum uppruna því áreitið og ofbeldið gegn þeim sé samfélagslegt vandamál. Mynd/Golli-Kjartan Þorbjörnsson Tónlistarkonan Jelena Ćirić starfar sem blaðamaður hjá Iceland Review og hefur verið búsett hér á landi í eitt og hálft ár. Jelena flutti til Íslands með eiginmanni sínum Snorra Hallgrímssyni, en þau kynntust í tónlistarnámi á Spáni. „Eftir námið fékk ég vinnu í Mexíkó, hann fékk verkefni á Íslandi en þegar það var búið kom hann þangað. Eftir svona tvö ár vildum við skipta um umhverfi.“Las upphátt bók á íslenskuJelena er frá Serbíu en er alin upp í Kanada. Hún er virkilega hamingjusöm hér á landi. „Ég er að aðlagast vel og er á góðum stað núna en það var reyndar erfitt í byrjun. Þetta var svo stór breyting frá Mexíkó, allt það sem er gott í Mexíkó er erfitt á Íslandi, og öfugt. Ég held að það sé erfitt fyrir alla, sérstaklega fyrir þá sem hafi ekki búið svona norðarlega. Þá er fyrsti veturinn erfiður vegna kuldans, líka meira en kuldinn, myrkrið.“ Nefnir hún einnig tungumálið en sjálf hafði hún aldrei flutt til lands án þess að kunna tungumálið vel. Jelena og Snorri ákváðu með níu mánaða fyrirvara að flytja til Íslands og reyndi hún að læra sem mest í íslensku áður en flutningunum kom. „Ég reyndi bara að vera þrjósk og tala ekki ensku við fólk. Ég vissi að ég væri að koma hingað svo ég byrjaði að undirbúa mig. Maðurinn minn er líka íslenskur. Við byrjuðum að lesa saman Litla prinsinn, ég las upphátt og reyndi að þýða og hann hjálpaði mér.“ Jelena ákvað að nota Litla prinsinn þar sem sú bók er í uppáhaldi hjá sér og hún þekkti söguþráðinn vel sem auðveldaði henni að þýða textann. Einnig sótti hún námskeið hjá Háskóla Íslands í gegnum netið. Jelena talar góða íslensku í dag en lendir þó töluvert í því að fólk skiptir yfir í ensku þegar það áttar sig á því að íslenska er ekki hennar móðurmál. „Þetta er sérstaklega leiðinlegt þegar þetta er fólk sem þú hefur talað við áður. Það gerist samt aftur og aftur. Ég held að það sé eitthvað sem Íslendingar mættu hugsa um. Að byrja samskiptin á íslensku eða að minnsta kosti spyrja, viltu tala íslensku?“Hrútskýringar og áreitniHún segir að ekki séu allar konur jafn heppnar með tengslanet og stuðning þegar þær koma sér fyrir á Íslandi. „Það eru margir sem hafa verið mjög góðir við mig og góðir að taka á móti mér, eru kannski forvitnir og vilja vita hvaðan ég kem og hvað ég hef gert í lífinu. Ég er með góðan stuðning hér. Tengdafjölskyldan mín hefur verið mjög góð við mig og maðurinn minn líka. Það er kannski fyrirmynd um það hvernig þetta getur verið fyrir konur sem koma hingað. Því miður er það ekki alltaf þannig.“ Jelena hrósar sérstaklega starfi Kvennaathvarfsins og Samtaka kvenna af erlendum uppruna en sjálf fékk hún ótrúlega góðar móttökur í Kítón, félagi kvenna í tónlist. „Ég tók þátt í tónsmíðaverkefni september á síðasta ári sem KÍTÓN skipuleggir árlega. Ég fór í eina viku til Stykkishólms og samdi lög með fimm öðrum tónlistarkonum. Þá hefur margt komið úr þessu fyrir mig í tónlistarlífinu hér. KÍTÓN hefur verið fyrirmynd fyrir mig að því hvernig íslensk samtök geta tekið á móti öllum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þær.“ Þó hefur hún upplifað hrútskýringar og kynferðislega áreitni í samskiptum sínum við íslenska karlmenn. Nefnir hún sem dæmi vinnufélaga með óviðeigandi snertingar eftir að þeir hafa drukkið áfengi, karla sem kalla á eftir henni þegar hún gengur úti og óæskilegar athugasemdir frá viðskiptavinum. Hún segir töluvert um fordóma hér á landi, þó að hún hafi ekki orðið mikið fyrir þeim sjálf.„En ég er líka hvít kona og komin langt í tungumálinu.“Frásagnir kvenna af erlendum uppruna eru til vitnis um kerfisbundið valdamisvægi á Íslandi.Myndvinnsla/GarðarEru skotmörk fyrir ákveðinn hóp karla„Ég hef verið að fylgjast með MeToo byltingunni og það er margt sem hefur komið á óvart. Ég er líka í hóp með tónlistarkonum og konum í ferðaþjónustu. Það er svo erfitt að lesa það sem konur hafa þurft að ganga í gegnum, bæði erlendar og íslenskar konur. Það er margt sem ég hef lesið í hópi kvenna af erlendum uppruna sem er skelfilegt.“ Jelena segir að það hafi verið erfitt og þungt að lesa sögur kvennanna. „Fyrir mig er alveg ljóst að þetta er vandamál samfélagsins, eftir að hafa verið í þessum hópi og fylgjast með þeim sögum sem eru að koma þar fram. Það er ekki einn og einn maður eða eitthvað skrítið að gerast. Þetta er að gerast svo oft að það er ljóst að hópur íslenskra karlmanna beinir spjótum sínum að konum af erlendum uppruna. Það er eitthvað sem allir hér þurfa að viðurkenna, að þetta er að gerast.“Sjá einnig: Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Hún telur að ein ástæða þess að erlendar konur séu skotmark hjá þessum mönnum, sé að þeir viti að þær séu kannski ekki með neitt tengslanet hérna. „Þá er auðveldara að misnota aðstæður. Þær vita oft ekki einu sinni réttindin sín. Hér eins og í öðrum löndum eru karlar sem vilja hafa völdin í sambandinu og þá eru þeir að leita eftir konum sem hafa ekki tengslanet og kannski er það enn auðveldara ef konan er af erlendum uppruna. Þá kannski þekkir hún ekki marga, talar ekki tungumálið og er kannski á dvalarleyfi tengdu þessum manni.“Margar eru enn hræddar„Ég er engin talskona fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi en mér finnst mikilvægt að allar sögur heyrist af því að það eru svo margar konur sem geta ekki stigið fram, sem eru hræddar. Konur af erlendum uppruna eru ekki sýnilegar.“ Jelena telur að MeToo byltingin hafi hjálpað konum að stíga fram og finna hugrekkið til að segja frá. Í hóp kvenna af erlendum uppruna voru margar reynslusögur skrifaðar en aðeins 34 konur treystu sér til þess að láta sögu sína fylgja með yfirlýsingunni, þó að þær væru nafnlausar. Hátt í 700 konur eru í hópnum en ekki hundrað þorðu að setja nafnið sitt á undirskriftalistann. „Ég held að aðrir geti ímyndað sér að miðað við þær sögur sem voru birtar, hvernig sögurnar eru sem komu ekki fram og fólk var hrætt að segja frá. Það er miklu meira á bak við þetta.“ Hetjur að segja sína söguHún segir að sögurnar sýni hvað það er mikið sem þurfi að gera til þess að bregðast við stöðu kvennanna. Þetta sé vandamál samfélagsins. „Kynbundið ofbeldi hjá erlendum konum er alveg tengt fordómum líka og okkar aðstæðum í þessu landi, sem eru öðruvísi.“ Margar frásagnir voru frá konum sem eru enn í aðstæðunum þar sem þær eru áreittar eða beittar ofbeldi, hvort sem það er á vinnustað eða í sambandi. Þær fundu samt hugrekkið til að segja sína sögu og leyfa henni að birtast í fjölmiðlum landsins. „Þær eru hetjur. Þess vegna er ég líka hér, því það eru svo margar sem geta ekki stigið fram, sem geta ekki farið í viðtöl.“ Mikilvægt að mynda tengslJelena segir að í hópi kvenna af erlendum uppruna sé mikið um frumkvæði og að margar vilji finna lausnir eða næstu skref í þessari byltingu. Hún telur að það séu nokkur skref sem þurfi að taka. „Ég held að það byrji á því að Íslendingar þurfi að hugsa. Ég held að það séu meira að segja margir Íslendingar sem tali ekki einu sinni við þá útlendinga sem eru í kringum þá.“ Sjálf er Jelena sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum ásamt manninum sínum, þar sem þau eru leiðbeinendur fyrir flóttafólk sem kemur hingað til landsins. Þá hitta þau einstaklingana reglulega, tala við þá og aðstoða með allt það sem þeir þurfa aðstoð með hverju sinni. Hluti af þessu er að hjálpa þessu fólki að komast inn í samfélagið og getur það verið með einföldum hlutum eins og að fara saman í sund. „Það er svo margt sem við getum gert til þess að búa til tengsl. Það geta allir gert eitthvað, meira að segja ég sem flutti hingað sjálf fyrir einu og hálfu ári.“ MeToo Tengdar fréttir Okkur er sagt að „drullast aftur heim til okkar“ Elín Kristjánsdóttir segir að mörgum konum af erlendum uppruna sé ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu. 30. janúar 2018 10:30 Hótað að börnin verði tekin af þeim og þær svo sendar úr landi Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna telur að konurnar þori oft ekki að flýja aðstæður þar sem þær verða fyrir áreitni eða ofbeldi, af ótta við hvaða afleiðingar það hafi. 1. febrúar 2018 09:15 Atvinnulaus eftir að hún hætti á vinnustað vegna áreitni yfirmanns Tveggja barna einstæð móðir af erlendum uppruna flúði vinnustað í Reykjavík eftir að yfirmaðurinn hennar tók því illa að hún hafnaði honum. Nú er hún háð því að þessi sami yfirmaður gefi sér meðmæli og aðstoði sig að fá aðra vinnu. 2. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Tónlistarkonan Jelena Ćirić starfar sem blaðamaður hjá Iceland Review og hefur verið búsett hér á landi í eitt og hálft ár. Jelena flutti til Íslands með eiginmanni sínum Snorra Hallgrímssyni, en þau kynntust í tónlistarnámi á Spáni. „Eftir námið fékk ég vinnu í Mexíkó, hann fékk verkefni á Íslandi en þegar það var búið kom hann þangað. Eftir svona tvö ár vildum við skipta um umhverfi.“Las upphátt bók á íslenskuJelena er frá Serbíu en er alin upp í Kanada. Hún er virkilega hamingjusöm hér á landi. „Ég er að aðlagast vel og er á góðum stað núna en það var reyndar erfitt í byrjun. Þetta var svo stór breyting frá Mexíkó, allt það sem er gott í Mexíkó er erfitt á Íslandi, og öfugt. Ég held að það sé erfitt fyrir alla, sérstaklega fyrir þá sem hafi ekki búið svona norðarlega. Þá er fyrsti veturinn erfiður vegna kuldans, líka meira en kuldinn, myrkrið.“ Nefnir hún einnig tungumálið en sjálf hafði hún aldrei flutt til lands án þess að kunna tungumálið vel. Jelena og Snorri ákváðu með níu mánaða fyrirvara að flytja til Íslands og reyndi hún að læra sem mest í íslensku áður en flutningunum kom. „Ég reyndi bara að vera þrjósk og tala ekki ensku við fólk. Ég vissi að ég væri að koma hingað svo ég byrjaði að undirbúa mig. Maðurinn minn er líka íslenskur. Við byrjuðum að lesa saman Litla prinsinn, ég las upphátt og reyndi að þýða og hann hjálpaði mér.“ Jelena ákvað að nota Litla prinsinn þar sem sú bók er í uppáhaldi hjá sér og hún þekkti söguþráðinn vel sem auðveldaði henni að þýða textann. Einnig sótti hún námskeið hjá Háskóla Íslands í gegnum netið. Jelena talar góða íslensku í dag en lendir þó töluvert í því að fólk skiptir yfir í ensku þegar það áttar sig á því að íslenska er ekki hennar móðurmál. „Þetta er sérstaklega leiðinlegt þegar þetta er fólk sem þú hefur talað við áður. Það gerist samt aftur og aftur. Ég held að það sé eitthvað sem Íslendingar mættu hugsa um. Að byrja samskiptin á íslensku eða að minnsta kosti spyrja, viltu tala íslensku?“Hrútskýringar og áreitniHún segir að ekki séu allar konur jafn heppnar með tengslanet og stuðning þegar þær koma sér fyrir á Íslandi. „Það eru margir sem hafa verið mjög góðir við mig og góðir að taka á móti mér, eru kannski forvitnir og vilja vita hvaðan ég kem og hvað ég hef gert í lífinu. Ég er með góðan stuðning hér. Tengdafjölskyldan mín hefur verið mjög góð við mig og maðurinn minn líka. Það er kannski fyrirmynd um það hvernig þetta getur verið fyrir konur sem koma hingað. Því miður er það ekki alltaf þannig.“ Jelena hrósar sérstaklega starfi Kvennaathvarfsins og Samtaka kvenna af erlendum uppruna en sjálf fékk hún ótrúlega góðar móttökur í Kítón, félagi kvenna í tónlist. „Ég tók þátt í tónsmíðaverkefni september á síðasta ári sem KÍTÓN skipuleggir árlega. Ég fór í eina viku til Stykkishólms og samdi lög með fimm öðrum tónlistarkonum. Þá hefur margt komið úr þessu fyrir mig í tónlistarlífinu hér. KÍTÓN hefur verið fyrirmynd fyrir mig að því hvernig íslensk samtök geta tekið á móti öllum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þær.“ Þó hefur hún upplifað hrútskýringar og kynferðislega áreitni í samskiptum sínum við íslenska karlmenn. Nefnir hún sem dæmi vinnufélaga með óviðeigandi snertingar eftir að þeir hafa drukkið áfengi, karla sem kalla á eftir henni þegar hún gengur úti og óæskilegar athugasemdir frá viðskiptavinum. Hún segir töluvert um fordóma hér á landi, þó að hún hafi ekki orðið mikið fyrir þeim sjálf.„En ég er líka hvít kona og komin langt í tungumálinu.“Frásagnir kvenna af erlendum uppruna eru til vitnis um kerfisbundið valdamisvægi á Íslandi.Myndvinnsla/GarðarEru skotmörk fyrir ákveðinn hóp karla„Ég hef verið að fylgjast með MeToo byltingunni og það er margt sem hefur komið á óvart. Ég er líka í hóp með tónlistarkonum og konum í ferðaþjónustu. Það er svo erfitt að lesa það sem konur hafa þurft að ganga í gegnum, bæði erlendar og íslenskar konur. Það er margt sem ég hef lesið í hópi kvenna af erlendum uppruna sem er skelfilegt.“ Jelena segir að það hafi verið erfitt og þungt að lesa sögur kvennanna. „Fyrir mig er alveg ljóst að þetta er vandamál samfélagsins, eftir að hafa verið í þessum hópi og fylgjast með þeim sögum sem eru að koma þar fram. Það er ekki einn og einn maður eða eitthvað skrítið að gerast. Þetta er að gerast svo oft að það er ljóst að hópur íslenskra karlmanna beinir spjótum sínum að konum af erlendum uppruna. Það er eitthvað sem allir hér þurfa að viðurkenna, að þetta er að gerast.“Sjá einnig: Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Hún telur að ein ástæða þess að erlendar konur séu skotmark hjá þessum mönnum, sé að þeir viti að þær séu kannski ekki með neitt tengslanet hérna. „Þá er auðveldara að misnota aðstæður. Þær vita oft ekki einu sinni réttindin sín. Hér eins og í öðrum löndum eru karlar sem vilja hafa völdin í sambandinu og þá eru þeir að leita eftir konum sem hafa ekki tengslanet og kannski er það enn auðveldara ef konan er af erlendum uppruna. Þá kannski þekkir hún ekki marga, talar ekki tungumálið og er kannski á dvalarleyfi tengdu þessum manni.“Margar eru enn hræddar„Ég er engin talskona fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi en mér finnst mikilvægt að allar sögur heyrist af því að það eru svo margar konur sem geta ekki stigið fram, sem eru hræddar. Konur af erlendum uppruna eru ekki sýnilegar.“ Jelena telur að MeToo byltingin hafi hjálpað konum að stíga fram og finna hugrekkið til að segja frá. Í hóp kvenna af erlendum uppruna voru margar reynslusögur skrifaðar en aðeins 34 konur treystu sér til þess að láta sögu sína fylgja með yfirlýsingunni, þó að þær væru nafnlausar. Hátt í 700 konur eru í hópnum en ekki hundrað þorðu að setja nafnið sitt á undirskriftalistann. „Ég held að aðrir geti ímyndað sér að miðað við þær sögur sem voru birtar, hvernig sögurnar eru sem komu ekki fram og fólk var hrætt að segja frá. Það er miklu meira á bak við þetta.“ Hetjur að segja sína söguHún segir að sögurnar sýni hvað það er mikið sem þurfi að gera til þess að bregðast við stöðu kvennanna. Þetta sé vandamál samfélagsins. „Kynbundið ofbeldi hjá erlendum konum er alveg tengt fordómum líka og okkar aðstæðum í þessu landi, sem eru öðruvísi.“ Margar frásagnir voru frá konum sem eru enn í aðstæðunum þar sem þær eru áreittar eða beittar ofbeldi, hvort sem það er á vinnustað eða í sambandi. Þær fundu samt hugrekkið til að segja sína sögu og leyfa henni að birtast í fjölmiðlum landsins. „Þær eru hetjur. Þess vegna er ég líka hér, því það eru svo margar sem geta ekki stigið fram, sem geta ekki farið í viðtöl.“ Mikilvægt að mynda tengslJelena segir að í hópi kvenna af erlendum uppruna sé mikið um frumkvæði og að margar vilji finna lausnir eða næstu skref í þessari byltingu. Hún telur að það séu nokkur skref sem þurfi að taka. „Ég held að það byrji á því að Íslendingar þurfi að hugsa. Ég held að það séu meira að segja margir Íslendingar sem tali ekki einu sinni við þá útlendinga sem eru í kringum þá.“ Sjálf er Jelena sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum ásamt manninum sínum, þar sem þau eru leiðbeinendur fyrir flóttafólk sem kemur hingað til landsins. Þá hitta þau einstaklingana reglulega, tala við þá og aðstoða með allt það sem þeir þurfa aðstoð með hverju sinni. Hluti af þessu er að hjálpa þessu fólki að komast inn í samfélagið og getur það verið með einföldum hlutum eins og að fara saman í sund. „Það er svo margt sem við getum gert til þess að búa til tengsl. Það geta allir gert eitthvað, meira að segja ég sem flutti hingað sjálf fyrir einu og hálfu ári.“
MeToo Tengdar fréttir Okkur er sagt að „drullast aftur heim til okkar“ Elín Kristjánsdóttir segir að mörgum konum af erlendum uppruna sé ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu. 30. janúar 2018 10:30 Hótað að börnin verði tekin af þeim og þær svo sendar úr landi Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna telur að konurnar þori oft ekki að flýja aðstæður þar sem þær verða fyrir áreitni eða ofbeldi, af ótta við hvaða afleiðingar það hafi. 1. febrúar 2018 09:15 Atvinnulaus eftir að hún hætti á vinnustað vegna áreitni yfirmanns Tveggja barna einstæð móðir af erlendum uppruna flúði vinnustað í Reykjavík eftir að yfirmaðurinn hennar tók því illa að hún hafnaði honum. Nú er hún háð því að þessi sami yfirmaður gefi sér meðmæli og aðstoði sig að fá aðra vinnu. 2. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Okkur er sagt að „drullast aftur heim til okkar“ Elín Kristjánsdóttir segir að mörgum konum af erlendum uppruna sé ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu. 30. janúar 2018 10:30
Hótað að börnin verði tekin af þeim og þær svo sendar úr landi Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna telur að konurnar þori oft ekki að flýja aðstæður þar sem þær verða fyrir áreitni eða ofbeldi, af ótta við hvaða afleiðingar það hafi. 1. febrúar 2018 09:15
Atvinnulaus eftir að hún hætti á vinnustað vegna áreitni yfirmanns Tveggja barna einstæð móðir af erlendum uppruna flúði vinnustað í Reykjavík eftir að yfirmaðurinn hennar tók því illa að hún hafnaði honum. Nú er hún háð því að þessi sami yfirmaður gefi sér meðmæli og aðstoði sig að fá aðra vinnu. 2. febrúar 2018 09:00