Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Sýrlenskur uppreisnarmaður og tyrkneskur hermaður, samherjar gegn Kúrdum, veifa fánum sínum. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira