Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Sýrlenskur uppreisnarmaður og tyrkneskur hermaður, samherjar gegn Kúrdum, veifa fánum sínum. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira