Þurfum bara að setja upp fána Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:15 Gunnar Dagur er niðri og Ísak Einir uppi. Þeir segja heitt og notalegt í húsinu. Vísir/Vilhelm Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif. Krakkar Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif.
Krakkar Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira