Breskir slúðurmiðlar hvetja þó aðdáendur til þess að stilla væntingum sínum í hóf. Er þar haldið fram að hljómsveitin muni taka þátt í ýmsum verkefnum og kynna saman nýja safnplötu með vinsælustu lögum Spice Girls. Er talið að þær muni ekki endilega taka upp nýja tónlist eða koma saman fram á sviði. Fundur þeirra var haldinn á heimili Geri og var Simon Fuller einnig á staðnum en hann er meðal annars þekktur fyrir að gera American Idol þættina.
Victoria sagði ekki mikið í textanum við myndina sem hún birti en þar kom fram hvað hún elski stelpurnar sínar og skrifaði einnig spennandi, hvað sem það svo þýðir. Aðdáendur Spice Girls fagna því allavega að þær séu að tala saman.
Love my girls!!! So many kisses!!! X Exciting x #friendshipneverends #girlpower
A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Feb 2, 2018 at 8:27am PST