Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 12:22 Trump virðist kominn í opið stríð við FBI og dómsmálaráðuneytið vegna Rússarannsóknarinnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00