Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 11:22 Áskriftaleikur Morgunblaðsins hefur vakið mikla athygli. Vísir/Stefán Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018 Fjölmiðlar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018
Fjölmiðlar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira