Bílasala í janúar jókst um 29,2% Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2018 10:25 Volvo XC90, en Volvo bílar frá Brimborg seldust í óvenju miklu magni í janúar. Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent