Mitsubishi átti frábært söluár í fyrra í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2018 09:51 Mitsubishi Outlander PHEV tengiltvinnbíllinn. Það er ekki bara á Íslandi sem Mitsubishi átti gott söluár í fyrra því í Bandaríkjunum seldi fyrirtækið yfir 100.000 bíla, fyrsta sinni frá árinu 2007 og hefur nú aukið sölu sína stöðugt í 5 ár í röð vestanhafs. Það var líkt og hérlendis Outlander bíll Mitsubishi sem bar upp söluna og seldust 35.310 Outlander og 33.160 Outlander Sport bílar, auk þess sem Lancer, sem hætt verður að framleiða á næstunni, seldist prýðilega, þrátt fyrir að vera gamall bíll. Evo, Mirage og i-MiEV seldust líka prýðilega. Mitsubishi jók talsvert sölu sína í heiminum öllum milli ára og náði yfir milljón bíla sölu, en árið 2016 seldi Mitsubishi 934.000 bíla. Það er því heldur betur uppgangur hjá japanska bílaframleiðandanum sem má reyndar muna fífil sinn fegurri frá því á árum áður og virtist vera að fjara út sem stór bílaframleiðandi. Kaup Renault-Nissan á meirihluta í Mitsubishi og fyrirhuguð stórsókn í framleiðslu mun svo væntanlega tryggja Mitsubishi áframhaldandi vöxt sem gaman verður að fylgjast með á næstu misserum. Salan í Kína jókst um heil 50% á síðasta ári og slan jókst líka myndarlega í löndum eins og Þýskalandi, Rússlandi, Japan og Ástralíu, sem og sumum löndum í SA-Asíu. Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent
Það er ekki bara á Íslandi sem Mitsubishi átti gott söluár í fyrra því í Bandaríkjunum seldi fyrirtækið yfir 100.000 bíla, fyrsta sinni frá árinu 2007 og hefur nú aukið sölu sína stöðugt í 5 ár í röð vestanhafs. Það var líkt og hérlendis Outlander bíll Mitsubishi sem bar upp söluna og seldust 35.310 Outlander og 33.160 Outlander Sport bílar, auk þess sem Lancer, sem hætt verður að framleiða á næstunni, seldist prýðilega, þrátt fyrir að vera gamall bíll. Evo, Mirage og i-MiEV seldust líka prýðilega. Mitsubishi jók talsvert sölu sína í heiminum öllum milli ára og náði yfir milljón bíla sölu, en árið 2016 seldi Mitsubishi 934.000 bíla. Það er því heldur betur uppgangur hjá japanska bílaframleiðandanum sem má reyndar muna fífil sinn fegurri frá því á árum áður og virtist vera að fjara út sem stór bílaframleiðandi. Kaup Renault-Nissan á meirihluta í Mitsubishi og fyrirhuguð stórsókn í framleiðslu mun svo væntanlega tryggja Mitsubishi áframhaldandi vöxt sem gaman verður að fylgjast með á næstu misserum. Salan í Kína jókst um heil 50% á síðasta ári og slan jókst líka myndarlega í löndum eins og Þýskalandi, Rússlandi, Japan og Ástralíu, sem og sumum löndum í SA-Asíu.
Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent