Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Davíð Snær Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 09:03 Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. Á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 11.–12. nóvember 2017 var eftirfarandi ályktun um þriggja ára kerfið samþykkt af fulltrúum framhaldsskólanema. „Innan skólakerfisins sé almennur skortur á þekkingu og reynslu á þriggja ára kerfinu. Nemendur leggja til að komið verði á samráðsvettvangi þar sem reynslumeira starfsfólk miðlar þekkingu sinni til starfsmanna þeirra skóla sem nýverið hafa tekið upp þriggja ára kerfið. Kennarar sem óvanir eru þriggja ára kerfinu eru oftar en ekki óskipulagðir og óöryggir og enn að laga sig að auknu símati. Skortur sé á kynningu hæfniþrepa innan skólanna og hæfniþrepaskipting óskýr. Ákveðnir grunnáfangar sem teljast undanfarar framhaldsáfanga hafa verið teknir út sem leiðir að því að nemendur eru skildir eftir með lélegri grunn til áframhaldandi náms. Með fjölgun áfanga á hverri önn, fjölgun símatsáfanga og skorti á samræmingu milli faga hvað varðar verkefnaskil, hefur álag á nemendur aukist meira en æskilegt er og ná þeir ekki að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur álagið þær afleiðingar að nemendur geta ekki sinnt sínum persónulegum skyldum utan skóla sem aftur getur skapað félagslega einangrun. Endurskoða þarf námsmat til þess að jafnvægi sé á milli símats, prófa, og námsefnisins í heild sinni með tilliti til þess að nám hafi verið stytt um eitt ár. Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi útskrifaða framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku samfélagi.“ Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að skipa starfshóp meðal fagfólks og hagsmunaaðila þar sem kerfið í heild sinni verður skoðað og fært til betra horfs. Látum ekki hugmyndir þeirra sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta verða að ákvarðanatöku, heldur þeirra sem þurfa að eiga við afleiðingar breytinganna. Nemendur krefjast þess að kostir og gallar þriggja ára kerfisins verði greindir með hagsmuni nemenda í huga. Boltinn er hjá þér Lilja D. Alfreðsdóttir.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. Á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 11.–12. nóvember 2017 var eftirfarandi ályktun um þriggja ára kerfið samþykkt af fulltrúum framhaldsskólanema. „Innan skólakerfisins sé almennur skortur á þekkingu og reynslu á þriggja ára kerfinu. Nemendur leggja til að komið verði á samráðsvettvangi þar sem reynslumeira starfsfólk miðlar þekkingu sinni til starfsmanna þeirra skóla sem nýverið hafa tekið upp þriggja ára kerfið. Kennarar sem óvanir eru þriggja ára kerfinu eru oftar en ekki óskipulagðir og óöryggir og enn að laga sig að auknu símati. Skortur sé á kynningu hæfniþrepa innan skólanna og hæfniþrepaskipting óskýr. Ákveðnir grunnáfangar sem teljast undanfarar framhaldsáfanga hafa verið teknir út sem leiðir að því að nemendur eru skildir eftir með lélegri grunn til áframhaldandi náms. Með fjölgun áfanga á hverri önn, fjölgun símatsáfanga og skorti á samræmingu milli faga hvað varðar verkefnaskil, hefur álag á nemendur aukist meira en æskilegt er og ná þeir ekki að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur álagið þær afleiðingar að nemendur geta ekki sinnt sínum persónulegum skyldum utan skóla sem aftur getur skapað félagslega einangrun. Endurskoða þarf námsmat til þess að jafnvægi sé á milli símats, prófa, og námsefnisins í heild sinni með tilliti til þess að nám hafi verið stytt um eitt ár. Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi útskrifaða framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku samfélagi.“ Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að skipa starfshóp meðal fagfólks og hagsmunaaðila þar sem kerfið í heild sinni verður skoðað og fært til betra horfs. Látum ekki hugmyndir þeirra sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta verða að ákvarðanatöku, heldur þeirra sem þurfa að eiga við afleiðingar breytinganna. Nemendur krefjast þess að kostir og gallar þriggja ára kerfisins verði greindir með hagsmuni nemenda í huga. Boltinn er hjá þér Lilja D. Alfreðsdóttir.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar