Innlent

Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vetrarveðri er spáð um helgina, þó lítilli snjókomu.
Vetrarveðri er spáð um helgina, þó lítilli snjókomu. vísir/Ernir
Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi.

Stormi var spáð um allt vestanvert landið í nótt. „Þetta verður sérstaklega slæmt norðvestanlands, frá Tröllaskaga og vestur, fram eftir morgni. Svo koma skilin þangað inn upp úr hádegi og þá dregur hratt úr vindi,“ sagði veðurfræðingurinn enn fremur.

Rigningu er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag en um klukkan tíu fyrir hádegi á að draga úr vindi og kólna. „Þannig að þessi rigning breytist í slydduél og svo él seinni partinn. Það verður ekki logn og léttskýjað á morgun. Það verður áfram vindur svo maður finni fyrir en svo sem ekki neitt til að vara við.“

Svipaða sögu er að segja af laugardeginum og sagði veðurfræðingur að um vetrarveður væri að ræða. Á sunnudaginn væri svo næsta lægð, næsti stormur, á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×