Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru starfræktar í Póllandi. Nordicphotos/AFP Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira