Sport

Rekinn fyrir að berja stuðningsmann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Matt Nickerson er þekktur fyrir slagsmál og læti og nú hefur það komið honum í klandur
Matt Nickerson er þekktur fyrir slagsmál og læti og nú hefur það komið honum í klandur mynd/pointstreak.com
Leikmaður breska íshokkíliðsins Milton Keynes Lightning hefur verið rekinn frá félaginu fyrir að berja stuðningsmann.

Atvikið átti sér stað í leik liðsins gegn Guildford á sunnudaginn. Leikmaðurinn, Matt Nickerson, var dæmdur í 20 leikja bann í gær en nú er hann orðinn atvinnulaus því hann var leystur frá samningi sínum við MK Lightning í dag.

„Það er óásættanlegt að stuðningsmenn okkar óttist um öryggi sitt,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Í skýrslu frá íshokkídeildinni segir að Nickerson hafi veitt grunlausum stuðningsmanni þéttingsfast högg í höfuðið. Þá átti hann einnig ítrekað í deilum við línuverði um að fá að komast að leikmönnum andstæðingsins.

„Þegar hann fór af vellinum færði hann kylfu sína úr hægri hendi í þá vinstri, sem er talið bera merki um að hann hafi verið búinn að ákveða það að beita sér líkamlega,“ segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×