Viðskipti innlent

Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone stað­fest

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karl Wernersson er eigandi Aurláka en áður Milestone.
Karl Wernersson er eigandi Aurláka en áður Milestone. vísir/gva

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016 þess efnis að Aurláka ehf. þurfi að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna. Aurláki er félag í eigu Karls Wernerssonar en Milestone var á sínum tíma í eigu hans og bróður hans Steingríms Wernerssonar.

Málið snýst um sölu á fyrirtækinu Lyf og heilsa út úr Milestone árið 2008 til Aurláka. Milestone var gjaldþrota ári síðar en þrotabúið taldi að ekki hefði fengist full greiðsla fyrir Lyfjum og heilsu og stefndi því Aurláka vegna kaupanna. Upphæðin nam 970 milljónum króna. 

Upphaflega var dæmt í málinu í héraði í apríl 2015 og var þá, líkt og nú, fallist á kröfu þrotabúsins.  Dómnum var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið heim í hérað á ný. 

Karl Wernersson er aðaleigandi Lyfja og heilsu í gegnum Aurláka. Hann fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Hæstarétti í apríl 2016  fyrir umboðssvik og bókhaldsbrot.


Tengdar fréttir

Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu

Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone.

Aurláki þarf að greiða Milestone tæpan milljarð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Aurláka ehf. til þess að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna. Aurláki er félag í eigu Karls Wernerssonar en Milestone var á sínum tíma í eigu hans og bróður hans Steingríms Wernerssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×