Trump lýgur um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira