Lífið

Miðasölumet á Rocky Horror

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar mætti og var til í sjálfur.
Páll Óskar mætti og var til í sjálfur.
Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Þar segir að mikið álagið hafi verið á miðasölu Borgarleikhússins frá því forsalan opnaði á miðnætti, svo mikið að vefsíðan og símkerfið hafði varla undan álaginu.

Páll Óskar Hjálmtýsson, sem fer með hlutverk Frank N Furter í sýningunni, mætti í miðasölu Borgarleikhússins í morgun klukkan tíu til þess að heilsa upp á fyrstu gestina. Hann þakkaði þeim fyrir komuna, spjallaði við fólkið og stillti sér upp í mynd með þeim sem vildu. Eftir það fór hann aftur inn á Stóra sviðið á æfingu með leikhópnum.

 

Sáttir aðdáendur.
Auk Páls Óskars eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem Dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem sögurmaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. 

Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal, Jón Ólafsson, Lee Proud, Ilmur Stefánsson, Fillipía Elísdóttir, Elín Sigríður Gísladóttir og Björn Bergsteinn Guðmundsson. Bragi Valdimar Skúlason þýddi verkið upp á nýtt sérstaklega fyrir þessa uppfærslu.

Forsöluaflátturinn á sýninguna verður áfram í boði til miðnættis í kvöld og eftir það hefst almenn miðasala á söngleikinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar í miðasölunni rétt eftir að hún opnaði í morgunn kl. 10.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.